Nýjustu fréttir
Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun- 2020-2021
Okkar sívinsæla nám Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun – vogl 2020-2021. Kennslulotur: 14.-18. september, 16.-19. nóvember, 1.-5. febrúar, 15.-18. mars.
Continue readingAðeins er tekið við reikningum með rafrænum hætti á xml formi
Frá áramótum tekur Háskólinn á Akureyri aðeins við reikningum sem berast með rafrænum hætti á xml formi. Hvorki er tekið við reikningum á pappírsformi né .pdf. Þetta er í samræmi við ákvörðun Fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að frá og með 1. janúar 2020 skulu allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu vera með…
Continue readingKvikmyndahátíð framhaldsskólanna
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, KHF býður námsmönnum á Norður- og Austurlandi upp á helgarnámskeið í kvikmyndagerð 9. og 10. nóvember n.k. Það er haldið á Akureyri í samvinnu við Kennslumiðstöð og Símenntun Háskólans á Akureyri. Námskeiðsgjald er kr. 10.000. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar filmfestival.is, tengill á umsóknareyðublaðið má finna hér.
Continue readingSkipulögð kennsla og vinnubrögð
Námskeiðið Skipulögð kennsla og vinnubrögð -TEACCH verður hjá okkur 29., 30. og 31. janúar 2020. Nánari upplýsingar væntanlegar fljótlega.
Continue readingSímenntun undirbýr námsframboð næsta hausts og vetrar
Það verða tvær nýjar áherslur í starfi Símenntunar frá næsta hausti. Í fyrsta lagi stefnum við á að bjóða námskeiðin í fjarkennslu þar sem fólki verður boðið að vera með í gegnum zoom og svo eru nokkrir róbótar eða fjærverur til í HA sem við ætlum nýta. Símenntun vonast til að þetta gefi fólki hvar…
Continue readingÚtskrift leiðsögumanna
Laugardaginn 18. maí voru 18 leiðsögumenn sem verið hafa í námi í vetur útskrifaðir. Við útskriftina fluttu ávörp: Bragi Guðmundsson í fjarveru háskólarektors, Kristín Hrönn Þráinsdóttir frá samstarfsaðila okkar Leiðsöguskólanum og Þorsteinn McKinstry stjórnarmaður í Leiðsögn félagi leiðsögumanna. Tónlist flutti Daniele Basini gítarleikari. Ávarp fyrir hönd nemenda flutti Jónína Sveinbjörnsdóttir. Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur hlaut…
Continue readingÚtskrift: Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun
Símenntun útskrifaði sjöunda hópinn, úr námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, í Reykjavík föstudaginn 17. maí. Það var 21 nemandi sem stundaði námið síðastliðinn vetur og voru nemendur víða að af landinu. Dagrún Hálfdánardóttir tók að sér að tala fyrir hönd hópsins og virkjaði fleiri nemendur með sér sem tóku saman myndasyrpu frá vetrinum. Útskriftin fór…
Continue readingMálþing um fjölmiðlun á landsbyggðinni og stuðning við einkarekna fjölmiðla Málþingið 23. mars var mjög vel heppnað
Á málþingið komu fulltrúar héraðsfréttamiðla úr mörgum landshlutum ásamt Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Lilja gerði grein fyrir hugmyndum sínum og frumvarpi um stuðning við fjölmiðla og náðist árangursríkt samtal milli hennar og talsmanna héraðsmiðla og annarra um hvar skórinn kreppir í rekstri staðbundinna miðla. Greinilegt var að forsvarsmenn svæðisbundinna miðla binda miklar vonir við frumvarpið, og…
Continue readingFjölmiðlar á landsbyggðinni – Eiga þeir framtíð fyrir sér ? Leysir frumvarpið málið?
Við gerum breytingar á fyrirhuguðu málþingi um fjölmiðla á landsbyggðinni – það verður 23. mars kl. 10-14. Ráðherra mennta- og menningarmála mætir og kynnir frumvarp sitt um einkarekna fjölmiðla. Sérstaklega ætlað fjölmiðlafólki en öllum áhugasömum opið án kostnaðar.
Continue reading