fbpx

Mannauðsstjórnun á meistarastigi

Skráning og nánari upplýsingar um námið má finna HÉR.

Mannauðsstjórnun er sífellt að verða mikilvægari fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. Skipulagsheildir hafa séð að fátt er verðmætara en mannauðurinn og til þess að ná því mesta út úr fyrirliggjandi mannauð skiptir góður mannauðsstjóri höfuð máli.

Hvort sem þú ert nemandi að leita að viðbótarnámi eða hefur unnið í bransanum í mörg ár þá gæti þetta nám hentað þér.

UHI býður upp á Meistaragráðu (MSc, 7 áfangar + meistararitgerð), Diplómu (PGDip, 6 áfangar) eða skírteini (PGCert, 3 áfangar). Allar námsleiðarnar innihalda áfanga á meistarastigi og hægt er að halda áfram eftir PGDip og PGCert með námið og klára MSc. MSc gráðan gefur alþjóðleg CIPD réttindi.

Námið er vottað af QAA (The Quality Assurance Agency for Higher Education) í Bretlandi og er sett upp sem 100% fjarnám frá grunni. Hægt er að velja hversu hratt námið er tekið, allt frá 2,5 ári upp í 5 ár.

UHI er framsýnn háskóli sem er staðsettur á nokkrum stöðum í Skotlandi, nýtir sérstöðu sína í að bjóða ferska nálgun á háskólanám, allt frá grunnnámi upp í Phd gráður.

Í náminu njóta nemendur tæknilegrar aðstoðar Símenntunar Háskólans á Akureyri ásamt almennri handleiðslu þegar við á.

Þar sem námið er alfarið í höndum Unviersity of Higlands and Islands fer kennslan fram á ensku.

Í október ár hvert er útskriftarhátíð og gefst þeim nemendum sem hafa lokið náminu kostur á að fara til Inverness í Skotlandi og taka þátt í henni.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði íslenskra námsmanna og er einnig niðurgreitt af öllum starfsmenntasjóðum landsins.

Fyrirkomulag fjarnáms

Hægt er að velja um að fara í "structured" part-time nám eða "unstructured" part-time nám, getur spannað frá 2,5 ári upp í 5 ár. Heildarfjöldi áfanga eru 7 og jafngildir MSc ritgerðin 2 áföngum.

Meistaragráða í Mannauðsstjórnun er ekki í boði í fullu námi (3 áfangar á önn), heldur er val um 2-4 áfanga á ári (1-2 áfanga á önn) og er þá valið hversu hratt er farið í hlutanámið, allt eftir því hversu marga áfanga þú velur að taka. Algengast er að nemendur taki 2-3 áfanga á ári. UHI kemur vel til móts við nemendur með fjölda áfanga á önn og því hægt að taka námið á lengri tíma ef vilji er fyrir því.

Námið fer alfarið fram á netinu og er sett upp frá grunni sem fjarnám fyrir vinnandi fólk. Hvað þýðir það fyrir þig? Að þú ert einn af fjölmörgum fjarnemum í náminu, þið hittist á fjarfundum (sem eru þó valkvæðir) og þú upplifir þig sem hluta af hópnum en ekki fyrir utan hópinn sem er allur staddur "on campus" eins og mörg önnur fjarnám eru sett upp. Fjarfundir eru utan hefðbundins vinnutíma og verkefnin fjölbreytt og unnin út frá eigin reynslu. Flest verkefnin eru einstaklingsverkefni  en þó eru bæði próf og hópaverkefni í einstaka áföngum.

Inntökuskilyrði

Til að komast inn í námið hjá UHI þurfa nemendur að hafa lokið grunngráðu á háskólastigi (180 ECTS einingar).

Undantekningar hafa verið gerðar á þessu skilyrði og hvetjum við því umsækjendur sem hafa starfað lengi í mannauðsmálum til að sækja um og við skoðum málið með UHI.

Sömu inntökuskilyrði eru fyrir MSc, PGDip og PGCert.

Kostnaður

MSc námið kostar kr. 1.290.000*. Samtals verð ef greitt er fyrir hvern stakan áfanga (155.000 kr) er kr. 1.395.000**. (ATH að námið eru 7 áfangar og ritgerðin er skilgreind sem jafngildi tveggja áfanga).