fbpx

Skilmálar

Skráning á námskeið

Allar skráningar eru afgreiddar og staðfestar 1-3 virkum dögum eftir að skráning á sér stað.
Verð á námskeiðum eru undanskilin lögum um virðisaukaskatt.
Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Greiðsla og öryggi

Hægt er að greiða fyrir námskeið á vefnum með eftirfarandi hætti:

  • Með VISA eða MASTERCARD greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.
  • Með bankakröfu, krafa berst í heimabanka viðkomandi og reikningur sendur á tölvupóst viðkomandi.
    Ef greiðandi er annar en nemandi berst greiðslukrafan á viðkomandi greiðanda.
  • Með millifærslu inn á reikning, hafa skal samband við smha@smha.is

Að afskrá sig af námskeiði

Ef nemandi vill afskrá sig af námskeiði þarf afskráning að eiga sér stað áður en námskeið hefst. Þeir nemendur sem skráðir eru í upphafi námskeiðs þurfa að greiða fyrir skráninguna, burtséð frá því hvort viðkomandi mæti eða ekki.

Ef námskeið er fellt niður vegna ónægrar þátttöku eða annarra þátta fær nemandi sem greitt hefur fyrir námskeiðið endurgreitt að fullu.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Akureyrar

Viðbótarskilmálar vegna skráninga og greiðslna í nám við UHI í gegnum SMHA

Þegar keypt eru allir áfangarnir í einu, er 125.000 króna afsláttur, fyrir vikið er ekki veitt endurgreiðsla á því sem er greitt eftir að nám er hafið. Hægt er að sækja um að fá endurgreiðslu í formi inneignar hjá Símenntun Háskólans á Akureyri og upphæð inneignar eftir atvikum hvenær er hætt í námi.

Ef keypt er fullt nám og greitt fyrir það allt í upphafi hafa nemendur fjögur ár til að klára námið.