fbpx

Nýjustu fréttir

Ný diplóma fyrir heilbrigðisstarfsfólk

20. mars, 2024

Við höfum opnað fyrir skráningar í nýtt nám við UHI, Leiðtogafærni í heilbrigðisþjónustu. Námið er hannað með því markmiði að þróa árangursríka leiðtogahæfileika og -getu, sem er lykilatriði til þess að bæta árangur og gæði þjónustu, sérstaklega innan heilbrigðisstofnanna og -fyrirtækja. Diplóman samanstendur af þrem áföngum við UHI Inverness í Skotlandi og er á framhaldsstigi.…

Continue reading

UHI tengsla hittingur

14. mars, 2024

100% fjarnám hljómar frábærlega, að geta gert allt á þeim tíma sem manni hentar og vera óháður öðrum en við vitum líka hversu mikilvægt það er að finna stuðning og geta leitað til samnemenda, sérstaklega þegar maður er einn í sínum heimi að læra. Þann 8. mars fórum við frá SMHA á stúfana til Reykjavíkur…

Continue reading

Heyrnarfræði á Íslandi

1. mars, 2024

Í gær, 29. febrúar 2024, skrifaði Stefán Guðnason, forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri undir samning ásamt Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) og Háskólanum í Örebro í Svíþjóð sem gerir kleift að bjóða upp á háskólanám í heyrnarfræðum í fyrsta sinn hér á landi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir samninginn marka tímamót: „Það hefur verið skortur…

Continue reading

BlendVET verkefnið

1. febrúar, 2024

Við hjá Símenntun höfum verið að færa okkur upp á skaftið síðustu ár hvað Evrópu samstarf varðar. Í dag erum við þátttakendur í fjórum verkefnum og leiðum m.a. eitt þeirra. Í BlendVet verkefninu erum við með háskólum og framhaldsskólum frá Slóveníu, Noregi og Íslandi í samstarfi um að útbúa ramma og kennslu um tilfærslu verknáms…

Continue reading

Nýtt ár – Nýtt???

5. janúar, 2024

Já einmitt … nýtt hvað? Mörg fara af stað inn í nýja árið full af markmiðum og fyrirheitum á meðan önnur eru ekkert að vesenast í svoleiðis. Eðli málsins samkvæmt þá erum við í SMHA meira tengd þessu fyrrnefnda. Við erum allt árið að hugsa um ný námskeið eða nám sem við getum boðið upp…

Continue reading

MBA útskrift frá UHI Perth

12. október, 2023

Þann 5. október fór fram útskrift nemenda við UHI – University of the Highlands and Islands. Símenntun HA átti þar sjö útskrifarnema úr MBA náminu. MBA námið við UHI bíður upp á 100% fjarnám og mikinn sveigjanleika svo hægt er að nema það á sínum hraða og á fimm mismunandi línum. Þær fimm línur sem…

Continue reading

Leiðsögunámið í vettvangsferð

1. september, 2023

Frá því í janúar hefur leiðsögunám í fjarnámi verið kennt hjá okkur en á hverri önn eru staðarlotur og vettvangsferðir þar sem kunnáttan og færnin er sett í notkun. Hópurinn fékk sumarfrí eins og aðrir nemar og nýttu margir það vel í leiðsögumannastörf, ferðir um landið og lærdóm en heimaverkefnin voru fjölbreytt og krefjandi… eins…

Continue reading

SÁÁ og Símenntun HA í samstarf

9. júní, 2023

Nú í vikunni var sannkölluð gleðistund þegar ritað var undir samstarfssamning um nám í áfengis-og vímuefnaráðgjöf. Námið hefur hingað til farið fram í gegnum SÁÁ samhliða starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum SÁÁ. Starfsheitið áfengis- og vímuefnaráðgjafi var lögleitt árið 2006 og er í dag lögverndað starfsheiti. SÁÁ hefur útskrifað fjölda nemenda sem starfa vítt og breitt um…

Continue reading

Haustið að stútfyllast

1. júní, 2023

Námskeiðin hrúgast inn hjá okkur í Símenntun HA og er haustið farið að líta ansi vel út. Fjöldinn allur af námskeiðum og lengra námi verður í boði. Skráning er hafin í flest námskeið en fleiri eiga þó eftir að bætast við í sumar. Við erum sérstaklega glöð með aukið samstarf við Háskólann á Akureyri og…

Continue reading

MSc í Mannauðsstjórnun

19. apríl, 2023

Í samstarfi við UHI, bjóðum við núna líka upp á meistaragráðu í mannauðsstjórnun! Sveigjanlegt fjarnám er það sem fólk óskar eftir. Við erum agalega glöð með þessa þróun að auka samstarf Símenntunar HA við UHI – University of the Highlands and Islands í Skotlandi, en við höfum verið að bjóða MBA nám í gegnum skólann…

Continue reading