Allt um leiðsögunámið
Leiðsögunámið er sniðið að þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Áhersla er á almenna þekkingu, náttúruvernd, sjálfbærni, öryggi og íslenskar aðstæður. Námið tekur mið af Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008 (Tourism services – Requirements for the provision of professional tourist guide training and qualification programmes).
í janúar 2023 fór af stað í fyrsta sinn leiðsögunám með blönduðu sniði, fjarnám, lotur og verklegt nám. Áður hafði leiðsögunámið verið kennt við Símenntun Háskólans á Akureyri í staðarnámi.
Námið spannar þrjár annir sem gefur náminu aukið vægi þar sem sumarið er notað undir verkefnavinnu tengda meðal annars gróðri og fuglum, sem og að nemendum er gefinn kostur á því að nota sumarið á milli anna 1 og 2 í valkvætt verknám.
Verklegur hluti námsins er í samstarfi við SBA-Norðurleið.
Þessa stundina er námið í gangi og lýkur því vorið 2024. Nýtt nám fer af stað í janúar 2025. Mikill áhugi er á náminu enda eftirspurnin eftir leiðsögumönnum mikil á Íslandi í dag. Möguleikar til starfs eftir nám og jafnvel á meðan á námi stendur eru miklir. Ef þú vilt skrá þig á lista til að komast í námið í janúar 2025, endilega sendu okkur póst á smha@smha.is
Fyrirkomulag fjarnáms
- Námið er að mestu fjarnám og spannar þrjú misseri. Það er skipulagt þannig að mögulegt er að sinna því samhliða starfi og búa hvar sem er á landinu.
- Á hverju misseri verða tvær staðarlotur á Akureyri frá fimmtudegi til sunnudags sem nemendur eiga að mæta í.
- Vettvangs- og æfingaferðir eru skipulagðar yfir námstímann og endar námið á sex - sjö daga ferð um landið. Gert er ráð fyrir 100% þátttöku í þessum ferðum.
Inntökuskilyrði
- Tuttugu ára aldurstakmark.
- Stúdentspróf, sambærileg menntun eða raunfærnimat.
- Gott vald á íslensku.
- Standast inntökupróf í því tungumáli sem umsækjandi hyggst nota í leiðsögn og skólinn getur boðið upp á þjálfun í.
Inntökupróf í erlendum tungumálum verða haustið 2024 og kostar hvert próf 12.000-15.000 kr. og hægt er að þreyta próf í fleiri en einu tungumáli.
Með umsókn þarf að fylgja stutt yfirlit yfir náms- og starfsferil.
Kennslutilhögun
Kennslutilhögun
- Námið spannar þrjú misseri og er skipulagt þannig að mögulegt er að sinna því samhliða starfi og búa hvar sem er á landinu.
- Á hverju misseri verða tvær staðarlotur á Akureyri frá fimmtudegi til sunnudags sem nemendum er ætlað að mæta í.
- Vettvangs- og æfingaferðir eru skipulagðar yfir námstímann og endar námið á sex daga hringferð um landið. Gert er ráð fyrir 100% þátttöku í þessum ferðum.
Leiðsögunám Símenntunar Háskólans á Akureyri 2023-2024
Ísland alla leið
Námið skiptist í 3 annir – vorönn 2023, haustönn 2023 og vorönn 2024
Fjar- og staðarkennsla
Inntökupróf í tungumáli: Fer fram í nóvember. Nánar auglýst síðar.
Skipting námsgreina á annir – athugið að áfangar er misstórir
Birt með fyrirvara um breytingar
Vorönn 2023 |
Haustönn 2023 |
Vorönn 2024 |
Kynning á Canvas, námstækni, heimildavinnu og hagnýtum vinnubrögðum, fyrirkomulagi náms og pistlagerð
SAG Íslandssaga JAR Jarðfræði Íslands LÍF-dýr (fuglar, spendýr, sjávardýr) LÍF-gró (gróður, uppgræðsla, umhverfismál)
LEI Leiðsögn VIN Vinnustofa í pistlagerð og þjálfun í tungumálum KYF Kynnisferðir með reyndum leiðsögumönnum
VET Vettvangsferðir
|
SAM Íslenskt samfélag
ÍSL Ísland alla leið (stór áfangi)
VIN vinnustofa í pistlagerð og þjálfun í tungumálum KYF Kynnisferðir með reyndum leiðsögumönnum
VET Vettvangsferðir
|
MEN Íslensk menning NÁV Náttúruvá og veður ÍFR Ísland framtíðarinnar FER Ferðaþjónusta FYH Fyrsta hjálp 1 (20 klst)
LEI Leiðsögn VIN Vinnustofa í pistlagerð og þjálfun í tungumálum KYF Kynnisferðir með reyndum leiðsögumönnum
VET Vettvangsferðir
|
Kennarar
Fjölmargir kennarar/leiðsögumenn/fyrirlesarar koma að náminu, hver og einn sérfræðingur á viðkomandi sviði.
Frekari upplýsingar veitir Margrét K. Jónsdóttir. Tölvupósturinn hennar er mkjonsd@simnet.is
Kostnaður
Heildarverð námsins 2023 var 750.000 kr. en nemendur greiða sjálfir fyrir mat í ferðum og gistingu í hringferð um landið. Námsgögn, utan námsefnis frá kennurum, eru ekki innifalin í skólagjöldum.
Ætla má að kostnaður námsins sem fer af stað í janúar 2025 verði örlítið hærri en hann var 2023.
Semja má um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst t.d. skipta greiðslum eftir misseri eða greiðsludreifingu til allt að 36 mánaða.
Vinsamlega athugið að ekki er hægt að fá endurgreitt ef nemandi ákveður að hætta í námi á námstíma.
Styrkir:
Vakin er athygli á að ýmis stéttarfélög og vinnuveitendur veita góða námsstyrki. Einnig er vakin athygli á að hjá Vinnumálastofnun eru upplýsingar og ráðgjöf varðandi margvísleg námsúrræði fyrir einstaklinga á atvinnuleysiskrá.