fbpx

Við setjum upp það námskeið sem þitt fyrirtæki eða þín stofnun þarfnast.

Ef þín stofnun eða þitt fyrirtæki þarf á ákveðinni fræðslu að halda, þá getið þið leitað til okkar. Við höfum aðgang að færum kennurum og góðu kerfi til að setja öll þau námskeið upp sem þið þurfið. Hvort sem það er í staðarnámi eða fjarnámi. Sendu okkur línu á simenntunha@simenntunha.is ef þið hafið einhverjar spurningar um okkar þjónustu.

Er þín stofnun með námskeið sem hluta af endurmenntun og/eða framþróun í starfi? Nú eða fræðslufyrirlestur fyrir nýtt starfsfólk?

Við gerum meira en bara að setja upp námskeið fyrir þig. Við bjóðum líka upp á að gera þín námskeið betri.

Það skiptir ekki máli hvaða upplýsingum þú vilt koma á framfæri fyrir þitt starfsfólk, það sem skiptir máli er að við hjá Símenntun Háskólans á Akureyri búum yfir tæknilegum lausnum fyrir þig til að færa þitt efni í fjarnám. Sem t.d. sparar ferðakostnað starfsfólks og stuðlar þannig að minna kolefnisfótspori hjá þínu fyrirtæki eða stofnun. Auk þess að námskeið í fjarnámi sem tekin eru upp má hafa á mismunandi tímum allt eftir því sem hentar þér og þínu fyrirtæki.

Þannig að, þú getur sparað tíma, fjármuni og fyrirhöfn með því að koma í samstarf við okkur. Að auki minnkarðu kolefnisfótsporið þitt umtalsvert.

 

Betri árangur með fjarnámi.

Við getum tryggt virkari hlustun á fyrirlestra í okkar gagnvirka kerfi, heldur en á fyrirlestra í staðarnámi. Hvað varðar umræður og samskipti nemenda, þá bjóðum við upp á aðgang að Zoom fjarnámskerfinu okkar, sem er samskiptaforrit sem er einfalt í notkun. Zoom forritið höfum við notað í okkar námskeiðum til að búa til námssamfélag í gegnum netið. Reynslan af því kerfi hefur sýnt okkur að námssamfélög á netinu geta vel blómstrað ef rétt er að þeim staðið.

Við höfum mikla reynslu í því að bjóða upp á námskeið og heilu námsbrautirnar í fjarnámi og okkar reynsla hefur sýnt okkur að fólk er almennt mun jákvæðara fyrir þessari nálgun heldur en við áttum von á í upphafi.

Því teljum við að námskeið í fjarnámi nýtist mörgum stofnunum og fyrirtækjum mun betur heldur en staðarnám þar sem sveigjanleikinn er mun meiri.

 

Fjarnám er ekki það sama og fjarnám.

Fjarnám er ekki bara það að taka upp fyrirlestrana og setja þá á netið. Fjarnám er svo miklu meira og dýpra. Það vitum við af reynslu og við erum tilbúin að aðlaga okkar þjónustu að þínum þörfum.

Ef þú hefur áhuga á að vita meira, fræðast um hvað við getum boðið þér, sendu okkur tölvupóst á fjarnam@simenntunha.is