fbpx

MBA námið fer af stað

Í haust byrja 20 nemendur í MBA námi Símenntunar Háskólans á Akureyri og University of Highlands and Islands. Þetta er annað árið sem Símenntun Háskólans á Akureyri býður íslenskum nemendum aðgengi að MBA námi UHI en fyrsti hópurinn fór af stað í fyrra og mikil ánægja hefur verið á meðal nemenda með námið.

Námið er allt á forræði UHI en Símenntun hefur veitt íslenskum nemendum aðstoð í þeirra námi sem og vettvang til tengslamyndunnar. Þar sem Covid 19 gerði það að verkum að staðarlotan sem halda átti síðasta vetur féll upp fyrir var boðið upp á fjarfundi yfir veturinn fyrir íslenska nemendur þar sem þau gátu styrkt tengslin sín á milli.

Nú í ár er stefnt að því að halda staðarlotu hér í Háskólanum á Akureyri fyrir þá nemendur sem skrá sig í gegnum Símenntun Háskólans á Akureyri. Meðal efnis er vinnustofa þar sem Chris Jagger mun nýta áratuga reynslu sína af vinnu hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum og bresku ríkisstjórninni til að hrista saman hópinn og miðla þekkingu sinni á stjórnun og gagnrýnni hugsun til nemenda.

Við hlökkum mikið til að hefja skólaárið með nýjum nemendum okkar og hvetjum ykkur sem eruð að íhuga að bæta við ykkur menntun fyrir síbreytilega framtíð að hafa samband við okkur og fá frekari upplýsingar.