Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, KHF býður námsmönnum á Norður- og Austurlandi upp á helgarnámskeið í kvikmyndagerð 9. og 10. nóvember n.k. Það er haldið á Akureyri í samvinnu við Kennslumiðstöð og Símenntun Háskólans á Akureyri.
Námskeiðsgjald er kr. 10.000. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar filmfestival.is, tengill á umsóknareyðublaðið má finna hér.