Leiðbeiningar til að komast á „mínar síður“ hjá Símenntun
Notandi er þegar á skrá/vandræði við innskráningu
Ef upp koma vandamál við innskráningu má oft rekja það til þess að viðskiptavinur er nú þegar á skrá hjá okkur.
Byrjið á að smella á innskráning þegar þið eruð að skrá ykkur í námskeið.
Því næst smellið þið á Gleymt lykilorð
Sláið því næst inn tölvupóstfangið sem þið notuðuð til að skrá ykkur á námskeiðið og smellið á senda tölvupóst.
Athugið þá póstinn ykkar næst, athugið að þessi póstur getur endað í ruslkörfunni!
Smellið á hlekkinn sem gefinn er upp.
Þá opnast síða þar sem þið sláið inn lykilorðið sem þið viljið nota. Athugið að einungis þarf að slá inn lykilorðið einu sinni. Ef ykkur verður á í messunni og ýtið óvart á einhvern takka á lyklaborðinu sem veldur því að lykilorðið er rangt, þá getið þið endurtekið skrefin hér að ofan.
Þegar þið hafið endurstillt lykilorðið ykkar skráið þið ykkur inn með nýja lykilorðinu og þá ættuð þið að vera komin inn á bakendakerfið okkar.
Ef þið eruð að fara inn á námskeið í Canvas, finnið þá námskeiðið í listanum og smellið á „Farðu í námskeið“
Þá opnast námskeiðið í Canvas. Hægt er að fara beint inn á Canvas með því að fara inn á canvas.unak.is
Ef að spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband á simenntunha@simenntunha.is