fbpx

Um Símenntun

STEFNA SÍMENNTUNAR

Stefna Símenntunar er að vera leiðandi í sveigjanlegri símenntun með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og náms í fjarnámi, staðarnámi og blönduðu námi. Þannig komum við til móts við þarfir samfélagsins með námi sem hentar öllum óháð búsetu. Með því viljum við efla færni einstaklinga á vinnumarkaði og stuðla að stöðugri uppfærslu þekkingar til framtíðar.

Gildin okkar

Áreiðanleiki - Við vinnum af heilindum og falsleysi í samskiptum, höfum húmor og leggjum okkur fram við að mæta þörfum okkar hagsmunaaðila.

Framsækni - Við erum lausnamiðuð og leitum sífellt nýrra leiða til að miðla okkar námsefni. Við komum til móts við þarfir samfélagsins óháð tíma og búsetu.

 

Með gildin okkar að leiðarljósi leitast Símenntun Háskólans á Akureyri við að bjóða upp á alhliða sí- og endurmenntun á háskólastigi en um leið bjóða einnig fjölbreytt úrval námskeiða sem henta öllum.

Símenntun hefur sett sér þau markmið að verða fyrsti kostur kennara og námskeiðishaldara þegar kemur að því að miðla fræðslu, sem og fyrsta val nemenda. Þessum markmiðum verður náð með því vera áfram leiðandi í sveigjanlegu námi og er því mikil áhersla lögð á fjarnám og fjarnámskeið hjá Símenntun. Við getum við með sanni sagt að við séum með sérfræðikunnáttu í fjarnámi sem við erum stolt af.

 

Sérsniðnar lausnir, víðsýni og jákvæðni - Við leggjum mikinn metnað í að þjónusta fyrirtæki og stofnanir í að setja upp fræðslu og námskeið sem sérsniðin eru að þeirra þörfum.

Fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar eru hvött til að hafa samband við Símenntun HA varðandi ábendingar og óskir um nám eða námskeið á netfangið simenntunha@simenntunha.is

 

Símenntun Háskólans á Akureyri er sjálfstæð eining innan háskólans og nýtur ekki fjárveitinga frá Alþingi. Starfsemi Símenntunar þarf að standa undir útlögðum kostnaði og taka tillit til samkeppnislaga. Símenntun greiðir fyrir þá þjónustu sem starfsemin nýtur innan skólans eins og tölvuþjónustu, húsaleigu fyrir starfsmenn og stofuleigu vegna námskeiða sem haldin eru í skólanum. Þá er gerð arðsemiskrafa til starfseminnar vegna annarrar þjónustu sem varða umsýslu launa starfsmanna, reikningshald og fjárhagslegt uppgjör starfsemi Símenntunar.

 

Starfsfólk Símenntunar

Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir

Verkefnastjóri Símenntunar/Stjórnendanáms Stjórnendafræðslunnar.
asdisth@unak.is
4608047

 

Freydís Heba Konráðsdóttir

Verkefnastjóri markaðssetningar og námsframboðs
freydisheba@unak.is
4608091

Stefán Guðnason 

Forstöðumaður Símenntunar
stefangudna@unak.is
4608088

 

 

 

 

 

 

 

20171107_HA_framhaldsnam-29
20171107_HA_framhaldsnam-35
20171107_HA_framhaldsnam-14