fbpx

Leiðtogafærni í heilbrigðisþjónustu í samstarfi við UHI

- UHI

Yfirlit

Skráningarfrestur er til 31. júlí 2024.

Diplóma í Leiðtogafærni innan heilbrigðisþjónustunnar er nýtt nám hjá UHI. 

Þetta framhaldsnám er hannað sérstaklega fyrir yfirmenn, stjórnendur, upprennandi stjórnendur sem og æðstu stjórnendur sem starfa í heilbrigðisþjónustunni. Einnig er í boði að taka staka áfanga sem hluta af endurmenntun starfsfólks. Hvort sem þú ert nýútskrifaður nemandi að leita að viðbótarnámi eða hefur unnið í heilbrigðisþjónustu í mörg ár þá gæti þetta nám hentað þér.

Námið er hannað með því markmiði að þróa árangursríka leiðtogahæfileika og -getu, sem er lykilatriði til þess að bæta árangur og gæði þjónustunnar sérstaklega innan heilbrigðisstofnanna og -fyrirtækja.  Námið er ætlað þeim sem eru í stjórnendastöðum sem og þeim sem vilja taka að sér ábyrgðarmeira hlutverk á vinnustað sínum og hafa jákvæðar breytingar á starfsemina.

Í náminu eflist þekking, færni og skilningur sem styður við þróun og beitingu skilvirkari leiðtogaaðferða. Leitast er við að ögra hugmyndum og fyrirfram ákveðnum normum um hvað forysta þýðir bæði fyrir einstaklinginn og umhverfið. Betri skilningur á sjálfum okkur og á því sem er í gangi í kringum okkur grundvallar eiginleikar skilvirkrar forystu og stjórnun.

 

Hagnýtar upplýsingar

Hægt er að velja á milli þess að taka námið á einu ári eða einu og hálfu. Ef námið er tekið á einu ári þá er einn áfangi tekinn á haustönn og tveir á vorönn.  Námið er vottað af QAA (The Quality Assurance Agency for Higher Education) í Bretlandi og er sett upp sem 100% fjarnám frá grunni. 

UHI er framsýnn háskóli sem er staðsettur á nokkrum stöðum í Skotlandi, nýtir sérstöðu sína í að bjóða ferska nálgun á háskólanám, allt frá grunnnámi upp í Phd gráður. Þessi diplóma er kennd frá UHI í Inverness.

Í náminu njóta nemendur tæknilegrar aðstoðar Símenntunar Háskólans á Akureyri ásamt almennri handleiðslu þegar við á.

Þar sem námið er alfarið í höndum Unviersity of Higlands and Islands fer kennslan fram á ensku.

Í október ár hvert er útskriftarhátíð og gefst þeim nemendum sem hafa lokið náminu kostur á að fara til Inverness í Skotlandi og taka þátt í henni. 

Allt um námið má nánar sjá hér. Endilega sendið okkur línu á smha@smha.is ef einhverjar spurningar vakna.

Fyrirkomulag fjarnáms

Diplóman samanstendur af þrem áföngum sem allir eru 20 breskar einingar, samtals 60 breskar einingar (um 30 ECTS).

Námið fer alfarið fram á netinu og er sett upp frá grunni sem fjarnám fyrir vinnandi fólk. Allir nemendur í náminu eru í fjarnámi og hittast á fjarfundum (sem eru þó valkvæðir). Fjarfundir eru utan hefðbundins vinnutíma og verkefnin fjölbreytt og unnin út frá eigin reynslu. Flest verkefnin eru einstaklingsverkefni svo þú vinnur á þínum tíma, óháður öðrum nemendum en eitt verkefni er hópaverkefni.

Efnisskrá

Diplóman (PGCert) inniheldur 3 áfanga sem eru 20 breskar einingar hver (samtals um 30 ECTS).  Hægt er að hefja nám í janúar (Semester 2) eða í september (Semester 1).  Tveir af þrem áföngunum eru kenndir á vorönn (S2).

Áfangarnir sem um ræðir í náminu eru:

Leading the Contemporary Workforce (S1)

Learning outcomes:

  1. Critically evaluate and reflect on the terms 'leadership' and 'management' within contemporary organisations, and apply both to achieving sustainable workforce potential.
  2. Critically analyse the management of people and performance through an evaluation of diversity, performance, talent and reward management.
  3. Demonstrate a critical understanding of learning, training and development strategies within the context of a contemporary workforce.

Collaborative Leadership (S2)

Learning outcomes:

  1. Critically evaluate and reflect on the range of collaboration opportunities available to the contemporary organisation.
  2. Critically analyse the strategies required in establishing and sustaining positive stakeholder relationships.
  3. Critically review and evaluate the concept of corporate social responsibility and the role of the leader in facilitating ethical decision making.

Information Decision Making (S2)

Learning outcomes:

  1. Critically analyse the value and importance of information to improve product and service quality.
  2. Evaluate ways to help improve the effectiveness of the management of information in order to lead in the improvement of product and service delivery.
  3. Identify and critically explore the role of budgets and financial information in leading/managing enhanced organisational performance.
  4. Critically reflect on the quality implications for effective and efficient planning and delivery and develop strategies for managing the volume and complexity of data to capture and critically evaluate information required in modern-day working life.
Inntökuskilyrði

Til að komast inn í námið hjá UHI þurfa nemendur að hafa lokið grunngráðu á háskólastigi (180 ECTS einingar).

Undantekningar hafa verið gerðar á þessu skilyrði og hvetjum við því umsækjendur sem hafa starfað lengi innan heilbrigðisgeirans til að sækja um og við skoðum málið með UHI.

Dagskrá

UHI tekur inn nemendur í námið í janúar og september.

Haustönn önn hefst 2. september 2024 og verður opið fyrir umsóknir til 31. júlí 2024.

Planning

Umsóknarferlið

Með því að ýta á "Skráning" hér á síðunni er aðeins verið að hefja umsóknarferlið og þvi mikilvægt að haka í "greiðsluseðill" í greiðslumátanum á skráningarsíðunni.

Starfsmenn Símenntunar HA hafa í framhaldinu samband við umsækjendur með upplýsingum um næstu skref. UHI metur umsóknir og fer meðal annars matið eftir árangri í fyrra námi og störfum eftir útskrift.

Kostnaður

Verð er 495.000 kr. fyrir þrjá áfanga í diplóma náminu.

Hægt er að velja á milli þess að greiða fyrir allt námið í upphafi eða greiða fyrir staka áfanga jafnóðum sem þeir eru teknir. Ef kosið er að greiða fyrir staka áfanga þá er verð á hvern áfanga kr. 185.000*

SMHA býður upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir á gjaldinu :)

Hægt er að sækja um endurgreiðslu hluta námsgjalda hjá starfsmenntasjóði/stéttafélagi. 

Óafturkræft staðfestingargjald er kr. 75.000. Greiðsluseðill verður sendur út þegar skráning er staðfest af Símenntun HA. Staðfestingargjald fæst þó endurgreitt ef kemur í ljós að umsækjandi stenst ekki inntökuskilyrði né kemst inn í námið á undanþágu.

Ekki skal greiða námsgjöldin við skráningu, heldur velja að greiða með greiðsluseðli. Þegar kemur að því að borga fyrir námið verður haft samband við nemendur. Hægt er að skipta greiðslunni á greiðslukort í gegnum kortalán Valitor í allt að 36 mánuði sé þess óskað. 

Endilega hafið samband við okkur í síma 460-8090 eða á netfangið smha@smha.is ef einhverjar spurningar vakna um greiðslufyrirkomulag eða annað.


* = Verð byggir á GBP gengi og getur því tekið breytingum. 

**= Heildarverð ef valið er að greiða staka áfanga jafn óðum getur breyst með tímanum. Verð á stökum áfanga er ákvarðað út frá verði UHI og gengi á GBP.

Upphafsdagur
Upphafsdagur02 Sep 24
TímalengdSímenntun
Verðkr 495.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða