Allt um námið
Námið veitir grunnþekkingu um fíknsjúkdóminn, um áhrif vímuefna á líkama og hegðun, um afleiðingar fíknsjúkdóms á fólk, fjölskyldur og samfélag. Námið gefur innsýn í ráðgjöf fyrir fólk með fíknsjúkdóm, faglega framgöngu í ráðgjafastarfi, og hugmyndafræði og siðfræði áfengis og vímuefnameðferðar. Einnig öðlast nemendur þekkingu á helstu gagnreyndu meðferðum sem styðja fólk til bata.
Námsmarkmið:
Að námi loknu á hver nemandi að hafa öðlast :
- innsýn í stöðu og vanda fólks með fíknsjúkdóm og aðstandenda þeirra
- Skilning á helstu leiðum til að styðja fólk til bata
- Skilningur á fíknsjúkdómnum og fíknivanda, orsakir, afleiðingar og tengdir kvilla
- Skilningur á áhrifum vímuefna
- Skilning á hugmyndum um meðferð og ráðgjöf, og helstu klínísk vandamál fólks með fíknsjúkdóm út frá líf-sál-félagslegu módeli.
- Skilning á sálfræðikenningum sem liggja til grundvallar inngripa, bakslagsvarnir, forvarnir og fleira.
- Skilning á áhrifum fíknivanda á samfélagið
Námið telur þrjár annir og kostar hver önn kr. 150.000. Fyrsta önn hófst í september 2023, önn tvö hófst 5. janúar 2024 og önn þrjú hefst 23. ágúst 2024. Hægt er að hefja námið á hvaða önn sem er.
Skráning í námið Önn 3 sem hefst 23. ágúst er HÉR
Hvað er sérstakt við þetta nám?
- Þverfaglegt og sérsniðið að því að námsmenn öðlast þekkingu á fíknsjúkdómnum og er grunnur fyrir löggildingu sem áfengis og vímuefnaráðgjafi. Námið veitir ekki starfsleyfi. (sjá nánar um skilyrði fyrir löggildingu https://island.is/reglugerdir/nr/1106-2012)
- Áfengis- og vímuefnavandi er stórt samfélagslegt vandamál og þörf er á fólk með þessa sérþekkingu. Áfengis-og vímuefnaráðgjafar genga ekki einungis hlutverki í heilbrigðiskerfinu, heldur geta starfað víða, þar sem fólk með fíknsjúkdóm þarf þjónustu.
Fyrirkomulag
Nám í fíkniráðgjöf er 300 fræðslustundir og uppfyllir kröfur um fræðslu sem er hluti af skilyrðum til löggildingar Námið er fjarnám og kennt í lotum á 3 önnum og hugsað með vinnu. Um vendikennslu er að ræða og umræðutímar og verkefnavinna eru í hverri lotu.
Fjarkennslu í vikulegum lotum þar sem nemendur horfa á fyrirlestra og hafa lesefni til hliðsjónar. Einnig vinna nemendur verkefni milli tíma til undirbúnings umræðutíma í fjarfundi. Fjarfundir eru vikulegir með kennara á fimmtudagskvöldum kl. 20-21. (sjá nánar í skipulagi).
Kennt er á íslensku.
Námsmat:
Námsmat felst í í skilum á verkefnum, t.d. stuttar greinargerðir um námsefnið sem er skilað jafnóðum,og þátttaka í umræðum. Að auki er valkvætt próf í lok hverrar annar til að staðfesta þekkingu fyrir nemendur sem hyggjast fá starfsréttindi.
Lesefni:
Doweiko, H. E. (2014). Concepts of Chemical Dependency (9th ed.). Cengage Learning.
Miller, W. R., Forcehimes, A. A., & Zweben, A. (2019). Treating Addiction: A Guide for Professionals (2nd ed.). Guilford.
Annað lesefni verður tilkynnt jafnóðum.
Inntökuskilyrði
Engar forkröfur eru fyrir bóklega hlutann en til að komast í starfsþjálfun hjá SÁÁ þarf að sýna fram á stúdentspróf eða framhaldspróf.
Kennarar
Sérfræðingar um fíknsjúkdóminn og meðferð hjá sáá auk annarra sérfræðinga á sviðinu
Anna Hildur Guðmundsdóttir (AHG); Formaður sáá, áfengis- og vímuefnaráðgjafi
Erna Gunnþórsdóttir (EG); læknir
Erna Milunka Kojic (EMK); yfirlæknir smitsjúkdóma, LSH
Kristbjörg Halla Lleshi Magnúsdóttir (HKLM), áfengis- og vímuefnaráðgjafi, BA sálfræði
Ingunn Hansdóttir (IH), PhD. Klínísk sálfræði
Júlía Guðrún Aspelund (JGA), MPH Lýðheilsufræðingur
Lára Sigurðardóttir (LS), Læknir
Valgerður Rúnarsdóttir (VR); Forstjóri Vogs, sérfræðingur í fíknlækningum