Haustið að stútfyllast
Námskeiðin hrúgast inn hjá okkur í Símenntun HA og er haustið farið að líta ansi vel út. Fjöldinn allur af námskeiðum og lengra námi verður í boði. Skráning er hafin í flest námskeið en fleiri eiga þó eftir að bætast við í sumar.
Við erum sérstaklega glöð með aukið samstarf við Háskólann á Akureyri og erum nú að bjóða upp á skráningu í stök námskeið á vegum Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið, sem og Hug-, og félagsvísindasvið. Námskeiðin sem um ræðir eru bæði á grunn- og framhaldsstigi. Nú gefst fólki kostur á að skrá sig í staka áfanga innan HA án þess að skrá sig í skólann sem slíkan, frábær leið til þess að auka við sig þekkingu og viðhalda þannig eigin færni.
Þau námskeið sem nú þegar eru komin inn eru:
- International Finance and Trading Organizations
- International Business, Natural Resources, and Arctic Circle
Að auki bjóðum við upp á sumarnámskeið í áfanganum RAT - Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining sem mikið hefur verið óskað eftir af nemendum. Það námskeið hefst núna strax um miðjan júní svo ekki bíða lengi með að skrá ykkur!
Undirbúningsnámskeið fyrir háskólanema hafa verið vinsæl síðustu ár og bjóðum við í haust upp á fjögur slík. Stutt og hnitmiðuð námskeið fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í háskólanámi eða hafa verið lengi í burtu frá háskóla. Í boði verða:
- Undirbúningur fyrir háskólanám
- Undirbúningsnámskeið í fræðilegri ritun
- Undirbúningsnámskeið í stærðfræði
- Undirbúningsnámskeið í almennri efnafræði
Þessi námskeið henta fyrir alla háskólanemendur, alls ekki bara þau sem eru að byrja í Háskólanum á Akureyri.
Við hvetjum ykkur til að senda okkur línu ef þið hafið einhverjar spurningar.