fbpx

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining (RAT)

- ECTS námskeið í samvinnu við Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri

Yfirlit

Sumarnámskeið hefst 3. júní og endar með lokaprófi (staðpróf) 15. ágúst. Til að þreyta lokaprófið sem gildir 60% af lokaeinkunn þarf að taka tvö heimapróf yfir önnina sem gilda hvort um sig 20%. Námskeiðið nær yfir 10 kennsluvikur. Í hverri viku kemur upptaka af fyrirlestri þar sem fjallað er um námsefni vikunnar. Einnig kemur dæmablað sem nemendur geta unnið sjálfir ásamt úrlausnum, útskýringar-myndbandi og æfingaprófi. Hægt verður að hitta kennara í opnum spurningatíma einu sinni í viku og eftir samkomulagi. Námskeiðið er sett upp sem fjarnám með mjög sveigjanlegum vinnutíma fyrir nemendur, námskeiðið ætti því að henta vel meðfram vinnu. Hægt verður að horfa á upptökur og leysa dæmablöð þegar hentar og heimaprófin verður hægt að taka hvenær sem er á viku tímabili.

 

Í þessu sumarnámskeiði verður fjallað um megindlegar rannsóknir, gagnaöflunaraðferðir og grunnatriði í tölfræði. Kenndar verða helstu þættir í lýsandi tölfræði, myndrænni framsetningu gagna og einfaldri framsetningu á niðurstöðum. Kynnt eru grunnatriði í ályktunartölfræði, líkindareikningi og einföld tölfræðipróf. Einnig er farið í grunnatriði aðhvarfsgreiningar. Nemendum er kennt á Jamovi tölfræðiforritið og er notkun þess flettað inn í kennsluna. Lögð er áhersla á að nemendur læri sjálfir að greina gögn og túlka tölfræðilegar niðurstöður með Jamovi.

Hagnýtar upplýsingar

Námsefni

Fyrirkomulag fjarnáms

Vægi námskeiðs er 6 ECTS. ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System og er notað til að meta nám milli háskóla. Á bak við eina ECTS einingu liggja að jafnaði 25-30 vinnustundir (klst.). Því má reikna með að nemendur þurfi að leggja um það bil 150-180 klukkustunda vinnu í námskeiðið, með kennslustundum, lesefni og verkefnavinnu.

 

Námsefnið verður kennt rafrænt með vikulegum upptökum þannig að hver og einn getur horft á fyrirlestra og leyst dæmablöð og æfingarpróf þegar þeim hentar. Einu sinni í viku verða opnir zoom tímar þar sem hægt er að koma inn með spurningar og ræða námsefnið.

 

 1. Fyrirlestrar. Á þriðjudögum koma upptökur (1-1,5 klst) þar sem farið er yfir námsefni vikunnar.
 2. Dæmablöð. Á fimmtudögum kemur dæmablað ásamt úrlausn og útskýringarmyndband þar sem kennari fer yfir dæmin. Valfrjálst að skila dæmablaði til kennari og fá endurgjöf.
 3. Æfinga-quizz uppúr námsefni vikunnar.
 4. Fyrirspurnir og umræðufundir á Zoom (fastir tímar einu sinni í viku og eftir samkomulagi)
Efnisskrá

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

 • hafa öðlast skilning á helstu gagnaöflunaraðferðum
 • hafa öðlast skilning og færni í notkun helstu aðferða lýsandi tölfræði
 • kunna skil á helstu megindlegum rannsóknaraðferðum
 • hafa öðlast skilning og færni í notkun stikaðrar og óstikaðrar ályktunartölfræði
 • geta reiknað ýmis marktæknipróf fyrir eina breytu og samband tveggja breyta
 • hafa öðlast grundvallarfærni í notkun Jamovi til skráningar og úrvinnslu á tölulegum gögnum
   

Námsmat námskeiðsins skiptist í tvo námsmatsþætti. Til að ljúka námskeiðinu þarf að ná lágmarkseinkunn fyrir alla þætti. 

 

 • Heimapróf 1 (20%)
 • Heimapróf 2 (20%)
 • Lokapróf úr öllu efni námskeiðs (60%) 

 

Allir skilafrestir miðast við staðartíma á Íslandi. Ekki eru veittir frestir eða undanþágur frá uppgefnum skiladagsetningum nema upp komi mjög óviðráðanlegar aðstæður. Það er skylda að taka tvö heimapróf. Ef meðaleinkunn úr heimaprófunum nær ekki lágmarkseinkunn er hægt að taka eitt upptökupróf. Nemandi má einnig nota tækifærið til að hækka meðaleinkunn sína með því að taka eitt upptökupróf. Til að fá að taka upptökupróf þarf nemandi að hafa tekið a.m.k. eitt heimapróf.

 

Heimapróf:  

Heimaprófin eru tvö yfir önnina. Prófin eru tekin í Inspera prufukerfinu í ólæstum vafra (hjálpargögn eru leyfð). Prófið er opið í 120 mín.

 • Heimapróf 1 er aðgengilegt 1.-5. júlí.
 • Heimapróf 2 er aðgengilegt 29. júlí-2. ágúst.

 

Það er skylda að taka tvö heimapróf. Ef meðaleinkunn úr prófunum nær ekki lágmarkseinkunn er hægt að taka eitt upptökupróf. Nemandi má einnig nota tækifærið til að hækka meðaleinkunn sína með því að taka eitt upptökupróf. Til að fá að taka upptökupróf þarf nemandi að hafa tekið a.m.k. eitt heimapróf.  

Dagskrá

Kennsluáætlun

 

Vika

Dagsetningar

Efni

Lesefni

Vika

Dagsetningar

Efni

Verður kynnt síðar

23

3. –  7. jún.

Kynning á fyrirkomulagi SumarRAT (upptaka)

F1. Rannsóknir, breytur og miðsækni + kynning á Jamovi

 

24

10. – 14. jún.

F2. Breytileiki, dreifing og myndræn framsetning + kynning á Jamovi

 

25

17. – 21. jún.

F3. Tölfræðileg líkön

 

26

24. – 28. jún.

F4. Tölfræðileg líkön

 

27

1. - 5. júl

Heimapróf 1

F5. Forsendur stikaðra prófa, t-próf og ANOVA

 

28

8. – .12. júl.

F6. Fylgni og línuleg aðhvarfsgreining

 

29

15. – 19. júl.

F7. Óstikuð próf, Kíkvaðrat próf

 

30

23.  – 26. júl.

F8. Túlkun á niðurstöðum tilgátuprófa

 

31

29.júl.- 2. ágú.

Heimapróf 2

 

 32

7.  – 9. ágú.

Upprifjun +

Upptökupróf Heimapróf

 

 33

15 ágúst

Lokapróf

 

34

22. ágúst

Sjúkra- og endurtökupróf

 

7

31. júl. – 4. ágú.

Óstikuð próf, Kíkvaðrat próf

 

8

7.-11. ágú.

Túlkun á niðurstöðum tilgátuprófa + upprifjun

 

 

15. ágú.

Lokapróf

 

 

24. ágú.

Sjúkra- og endurtökupróf

 

Námskeiðinu verður skipt niður í viku lotur (samtals 8 lotur)

 • Á þriðjudögum fyrir kl. 10 kemur upptaka með fyrirlestri vikunnar (samtals um 1-1,5 klst)
 • Á fimmtudögum fyrir kl. 10 kemur dæmablað sem á að leysa með Jamovi ásamt úrlausnum og upptökum með útskýringum
 • Á föstudögum milli 10-12 verður kennari við á zoom í opnum spurningatíma
 • Í hverri viku koma einnig stutt æfingapróf uppúr námsefni vikunnar
 • Athugið að tímasetningar geta breyst.

Mikilvægar dagsetningar

 

Próf

Dagsetningar

Tímasetning

Lengd

Heimapróf 1 (20%)

1. - 5. júlí

Opnar kl. 12:00 þann 1.07 og læsist kl 23:59 5.07

2,5 klst

Heimapróf 2 (20%)

29. júlí  - 2. ágúst

Opnar kl. 12:00 þann 29.07 og læsist kl 23:59 02.08

2,5 klst

Frestur til að skrá sig í upptöku heimapróf

6. ágúst

 Hægt að skrá sig í upptökupróf með því að senda tölvupóst á evah@unak.is

 

Upptökupróf H1 og H2*

7. - 9. ágúst

Opnar kl. 12:00 þann 07.08 og læsist kl 23:59 9.08

2,5 klst

Lokapróf (60%)**

15. ágúst

kl. 09:00 - 12:00

3 klst

Sjúkra- og upptökupróf

22. ágúst

kl. 09:00 - 12:00

3 klst

* Það þarf að skrá sig í upptökupróf (Heimapróf 1 eða 2) í síðasta lagi 6. ágúst. Það þarf að hafa tekið í amk. eitt heimapróf til að fá að fara í upptökupróf

** Það þarf að vera með ≥4,75 í meðaleinkunn úr Heimaprófum 1 og 2 til þess að fá að fara í lokapróf.

 

Kennarar

Kristrún María Björnsdóttir, MSc., Stundakennari við Háskólann á Akureyri
kristrunmaria@unak.is    Sími: 845 9636 
og 
Eva Charlotte Halapi, PhD. Dósent, Hjúkrunarfræðideild
evah@unak.is  Sími: 460 8484 
Skrifstofa: B208. Viðtalstímar eftir samkomulagi. 
Tölvuskeytum verður leitast við að svara milli kl. 8 og 16 virka daga.
 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða