fbpx

UHI tengsla hittingur

100% fjarnám hljómar frábærlega, að geta gert allt á þeim tíma sem manni hentar og vera óháður öðrum en við vitum líka hversu mikilvægt það er að finna stuðning og geta leitað til samnemenda, sérstaklega þegar maður er einn í sínum heimi að læra.

Þann 8. mars fórum við frá SMHA á stúfana til Reykjavíkur til þess að hitta nemendur okkar sem eru í námi við UHI. Öllum núverandi og útskrifuðum nemendum við UHI var boðið og mikil ánægja með stundina. Við erum alltaf að leita leiða til þess að efla tengsl og auka umgjörð í kringum útskrifaða og núverandi nemendur og munum við klárlega bjóða upp á slíka stund aftur.

Síðan við hófum að bjóða upp á MBA nám við UHI árið 2020 þá hefur nýjum nemendum verið boðið að koma til Akureyrar á kynningardaga áður en skóli hefst, til þess að undirbúa sig og kynnast hver öðru. Þessi hittingur hefur gefist vel, verið vel nýttur og myndast góður andi á milli nemenda sem eru allir í fjarnámi en á misjöfnum hraða.

Haustið 2023 hófum við að bjóða upp á nám á meistarastigi í mannauðsstjórnun við UHI ásamt því að bjóða svo upp á það að hefja nám í janúar, ekki bara í september. Þessar nýjungar hafa aukið nemendafjölda okkar við UHI umtalsvert og vildum við gera það sem í okkar valdi stendur á að bæta tengslin á milli nemenda.

Við hlökkum til að halda áfram að hitta nemendur, hvort sem er rafrænt eða í persónu.

Hluti hópsins sem mætti á UHI tengsla stundina.
Hluti hópsins sem mætti á UHI tengsla stundina.