Staðarlota Leiðsögunámsins
Leiðsögunámið hefur farið frábærlega af stað. Námið var uppfært í meiri fjarkennslu og erum við á fyrstu önn núna í með þeirri nýju nálgun. Hópurinn hittist í sinni annarri staðarlotu 2.-5. mars í Háskólanum á Akureyri. Nemendur þreyttu próf í jarðfræði, byrjuðu nokkra nýja áfanga eins og lífríki Íslands og ferðaþjónustu, heimsóttu ferðaþjónustufyrirtæki á Akureyri, lærðu æfingar til að liðka um raddböndin, fluttu pistla á erlendum málum og að lokum fóru í dásamlega rútuferð um Skagafjörð þar sem nemendur leiðsögðu á heimleiðinni. Allt gekk að óskum og mikill hugur í fólki.
Nú er vorið á næsta leiti og erum við farin að fá fyrirspurnir frá ferðaþjónustufyrirtækjum um starfsfólk, enda eins og Margrét og Ingibjörg sögðu í fyrsta tímanum þá er mikil eftirspurn eftir leiðsögumönnum og tækifærin til starfa nær endalaus.
Hólar í Hjaltadal
Glaumbær
Víðimýri