Nýr starfsmaður
Það er gaman að segja frá því að Símenntun hefur ráðið Freydísi Hebu Konráðsdóttur í starf verkefnastjóra markaðssetningar og námsframboðs, og hóf hún störf um áramótin.
Freydís hefur lokið BS-prófi í viðskiptafræði, með áherslu á stjórnun og markaðsfræði, frá Háskólanum á Akureyri, auk viðbóta námskeiða í frumkvöðlastarfsemi og lauk nú í nóvember MBA-gráðu frá University of Highlands and Islands, en það nám er í samstarfi við SímenntunHA.
Síðastliðin fimm ár hefur Freydís Heba starfað sem þjónustustjóri Sjóvár Almennra á Akureyri ásamt því að vera framkvæmdastjóri Pedal ehf sem hún stofnaði. Hjá Pedal hefur hún verið yfir sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins. Einnig hefur hún sinnt markaðsmálum, sótt styrki og undirbúið viðburði fyrir hjólreiðaklúbbinn Akureyrardætur. Á ferli sínum hefur Freydís sýnt fram á mikið frumkvæði í störfum, unnið að markaðsetningu, frumkvöðlastarfsemi og þjónustu. Freydís hefur víðtæka þekkingu á notkun samfélagsmiðla við markaðssetningu. Hún hefur langa reynslu af sölu og þjónustu, býr yfir mikilli þjónustulund og hefur djúpstæða reynslu og þekkingu af almennri markaðssetningu.
Hjá Símenntun starfar öflugt teymi sem starfar þétt saman og kemur að öllum þáttum starfseminnar. Verkefnin eru ansi fjölbreytt og mikill metnaður lagður í hvert atriði.
Við hlökkum til að eflast áfram og stefnum hátt með Símenntun.