Ný diplóma fyrir heilbrigðisstarfsfólk
Við höfum opnað fyrir skráningar í nýtt nám við UHI, Leiðtogafærni í heilbrigðisþjónustu.
Námið er hannað með því markmiði að þróa árangursríka leiðtogahæfileika og -getu, sem er lykilatriði til þess að bæta árangur og gæði þjónustu, sérstaklega innan heilbrigðisstofnanna og -fyrirtækja. Diplóman samanstendur af þrem áföngum við UHI Inverness í Skotlandi og er á framhaldsstigi. Einnig er hægt að taka staka áfanga sem endurmenntun og er þá aðeins greitt fyrir staka áfanga.
Í náminu eflist þekking, færni og skilningur sem styður við þróun og beitingu skilvirkari leiðtogaaðferða. Leitast er við að ögra hugmyndum og fyrirfram ákveðnum normum um hvað forysta þýðir bæði fyrir einstaklinginn og umhverfið. Betri skilningur á sjálfum okkur og á því sem er í gangi í kringum okkur grundvallar eiginleikar skilvirkrar forystu og stjórnun.
Þó við segjum sjálf frá þá finnst okkur áfangarnir einstaklega áhugaverðir, þeir eru:
- Leading the Contemporary Workforce
- Collaborative Leadership
- Information Decision Making
Nú þegar erum við í samstarfi með UHI Inverness um mannauðsstjórnun á meistaraleveli sem hægt er að taka sem Msc, diplómur eða staka áfanga og vitum við því vel að hverju við göngum.
Skráningarfrestur er til 31. júlí og hefst námið 2. september 2024. Skráning er HÉR