fbpx

Námstefna í Byrjendalæsi og ráðstefnan Læsi fyrir lífið

- Miðstöð Skólaþróunar

Yfirlit

Námstefna í Byrjendalæsi - föstudaginn 9. september

Föstudaginn 9. september 2022 heldur Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri námstefnu um Byrjendalæsi. Á námstefnunni koma saman kennarar sem kenna börnum á yngsta stigi grunnskóla með kennsluaðferðinni Byrjendalæsi.

Í Byrjendalæsi er lögð áhersla á að börn kynnist áhugaverðum bókmenntum og fræðitextum. Barnabókmenntir og aðrir gæðatextar eru nýttir í lestrarkennslunni til að kenna tengsl stafs og hljóðs, efla lesskilning og kveikja áhuga barna á lestri og bókmenntum.

Á námstefnunni gefst kennurum tækifæri til að hittast, hlusta á áhugaverða fyrirlestra, deila hugmyndum og ræða saman.

Námstefnuna sækja Byrjendalæsiskennarar af öllu landinu en aðrir sem vilja kynnast aðferðinni og hafa áhuga á læsi eru einnig velkomnir.
 

Læsi fyrir lífið, skilningur, tjáning og miðlun - laugardaginn 10. september

Ráðstefna um menntavísindi á vegum Menntamálastofnunar  og Miðstöðvar skólaþróunar verður haldin  í Háskólanum á Akureyri 10. september 2022.

Á ráðstefnunni verður fjallað um læsi í víðum skilningi og hvernig huga þarf að öllum þáttum læsis í kennslu s.s. lesskilningi, ritun, munnlegri og skriflegri tjáningu og miðlun. Auk aðalfyrirlesara verða málstofuerindi og vinnustofur þar sem kynntar verða aðferðir og reifuð ýmis mál er lúta að læsi. Ráðstefnan er ætluð kennurum á öllum skólastigum og verður sérstaklega horft til þess að viðfangsefni ráðstefnunnar hafi hagnýtt gildi fyrir kennara.

Kostnaður

Verð á námstefnu og ráðstefnu 18.000 kr. 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða