fbpx

Nám í fíkniráðgjöf – önn 1

- NÁM Í ÁFENGIS- OG VÍMUEFNARÁÐGJÖF

  • Næsta námskeið hefst
    05 Jan 25
    Allir upphafsdagar
  • Tímalengd
    13 vikur
  • Námsskeiðs gjald
    kr 150.000
Yfirlit

Námið veitir grunnþekkingu um fíknisjúkdóminn, um áhrif vímuefna á líkama og hegðun, um afleiðingar fíknisjúkdóms á fólk, fjölskyldur og samfélag. Námið gefur innsýn í ráðgjöf fyrir fólk með fíknisjúkdóm, faglega framgöngu í ráðgjafastarfi, og hugmyndafræði og siðfræði áfengis og vímuefnameðferðar. Einnig öðlast nemendur þekkingu á helstu gagnreyndu meðferðum sem styðja fólk til bata.

Námsmarkmið:

Að námi loknu á hver nemandi að hafa öðlast :

  • innsýn í stöðu og vanda fólks með fíknisjúkdóm og aðstandenda þeirra
  • Skilning á helstu leiðum til að styðja fólk til bata
  • Skilning á fíknsjúkdómnum og fíknivanda, orsakir, afleiðingar og tengda kvilla
  • Skilning á áhrifum vímuefna
  • Skilning á hugmyndum um meðferð og ráðgjöf, og helstu klínísku vandamál fólks með fíknisjúkdóm út frá líf-sál-félagslegu módeli.
  • Skilning á sálfræðikenningum sem liggja til grundvallar inngripa, bakslagsvarna, forvarna og fleira.
  • Skilning á áhrifum fíknivanda á samfélagið

Námið telur þrjár annir og er þetta fyrsta önnin. 

 

Önn tvö verður á dagskrá haustið 2025. 

Hagnýtar upplýsingar

Hvað er sérstakt við þetta nám?

  • Þverfaglegt og sérsniðið að því að námsmenn öðlast þekkingu á fíknisjúkdómnum og er grunnur fyrir löggildingu sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Námið veitir ekki starfsleyfi. (sjá nánar um skilyrði fyrir löggildingu https://island.is/reglugerdir/nr/1106-2012)
  • Áfengis- og vímuefnavandi er stórt samfélagslegt vandamál og þörf er á fólki með þessa sérþekkingu. Áfengis-og vímuefnaráðgjafar gegna ekki einungis hlutverki í heilbrigðiskerfinu, heldur geta starfað víða, þar sem fólk með fíknisjúkdóm þarf þjónustu.

 

Fyrirkomulag

Nám í fíkniráðgjöf er 300 fræðslustundir og uppfyllir kröfur um fræðslu sem er hluti af skilyrðum til löggildingar Námið er fjarnám og kennt í lotum á 3 önnum og hugsað með vinnu. Um vendikennslu er að ræða og umræðutímar og verkefnavinna eru í hverri lotu.

 

Námsmat:

Námsmat felst í í skilum á verkefnum, t.d. stuttar greinargerðir um námsefnið sem er skilað jafnóðum og  þátttöku í umræðum.  Að auki er valkvætt próf í lok hverrar annar til að staðfesta þekkingu fyrir nemendur sem hyggjast fá starfsréttindi.

 

Lesefni:

Doweiko, H. E. (2014). Concepts of Chemical Dependency (9th ed.). Cengage Learning.

Miller, W. R., Forcehimes, A. A., & Zweben, A. (2019). Treating Addiction: A Guide for Professionals (2nd ed.). Guilford.

Annað lesefni verður tilkynnt jafnóðum.

Fyrirkomulag fjarnáms

Fjarkennslu í vikulegum lotum þar sem nemendur horfa á fyrirlestra og hafa lesefni til hliðsjónar. Einnig vinna nemendur verkefni milli tíma til undirbúnings umræðutíma á fjarfundi. Fjarfundir eru vikulegir með kennara á fimmtudagskvöldum kl. 20-21. (sjá nánar í skipulagi).

 

Tungumál: Íslenska

Inntökuskilyrði

Engar forkröfur eru fyrir bóklega hlutann en til að komast í starfsþjálfun hjá SÁÁ þarf að sýna fram á stúdentspróf eða framhaldspróf. 

 

Námskeið hefst 10. janúar en skráningarfrestur er til 5. janúar. 

Dagskrá

Önn 1 

Opnar

Mæting

Fíknisjúkdómurinn

10.1.2025

16.1.2025

Faraldsfræði

17.1.2025

23.1.2025

Taugalífeðlisfræði

24.1.2025

30.1.2025

Smitsjúkdóma

31.1.2025

6.2.2025

 

7.2.2025

13.2.2025

Áfengi og róandi

14.2.2025

20.2.2025

Kannabis

21.2.2025

27.2.2025

Ópíóíðar

28.2.2025

6.3.2025

Örvandi, nikótín og ofskynjunarefni

7.3.2025

13.3.2025

 

14.3.2025

20.3.2025

Sjálfsvíg

21.3.2025

27.3.2025

Verkir 

28.3.2025

3.4.2025

Streita

4.4.2025

10.4.2025

Heilsuefling

11.4.2025

17.4.2025

Þjónusta - félagsþjónustan, heilbrigðisþjónustan

18.4.2025

24.4.2025

 

 

Efniskafli 1: Sjúkdómurinn

  • Markmið:
    • Skilja sjúkdómskenninguna um fíkn
    • Skilja hvernig fíknsjúkdóm hefur áhrif á líkamann og taugakerfið
    • Skilja faraldsfræði fíknisjúkdóma á Íslandi og alþjóðlega
    • Læra um smitsjúkdóma sem eru algeng meðal fólks með fíknsjúkdóm. T.d.:
      • HIV
      • Lifrarbólgu C
      • Sýkingar í húð og hjarta

Efniskafli 2: Vímuefnin og afeitrun

  • Markmið:
    • skilja hvernig vímuefnin hafa áhrif á líkamann og taugakerfið
      • Undir áhrifum og í fráhvörf
    • Skilja hvernig afeitrun fer fram
      • Hvernig lyf eru notuð, hvenær og af hverju

Efniskafli 3: Almenn heilsa og þarfir

  • Markmið:
    • Skilja hvaða þættir í heilsu einstaklings þarf að huga að í meðferð við fíknsjúkdóm
      • Verkir, streita, geðrænir fylgikvillar
      • Önnur heilsufarsmál sem þarf að huga að: svefn, hreyfing, mataræði
    • Skoða hvaða þjónusta þarf oft að nýta sér þegar fólk er að ná bata
      • Félagsþjónusta, almenn heilbrigðisþjónusta
Kennarar

Sérfræðingar um fíknsjúkdóminn og meðferð hjá sáá auk annarra sérfræðinga á sviðinu

Anna Hildur Guðmundsdóttir (AHG); Formaður sáá, áfengis- og vímuefnaráðgjafi

Erna Gunnþórsdóttir (EG); læknir

Erna Milunka Kojic (EMK); yfirlæknir smitsjúkdóma, LSH

Kristbjörg Halla Lleshi Magnúsdóttir (HKLM), áfengis- og vímuefnaráðgjafi, BA sálfræði

Ingunn Hansdóttir (IH), PhD. Klínísk sálfræði

Þórhallur Júlí G. Aspelund (ÞJGA), MPH Lýðheilsufræðingur

Lára Sigurðardóttir (LS), Læknir 

Valgerður Rúnarsdóttir (VR); Forstjóri Vogs, sérfræðingur í fíknlækningum

Kostnaður

Önnin kostar 150.000,- kr. 

Semja má um greiðslufyrirkomulag áður en námið hefst ef það er ekki greitt í heild sinni. Skipta má greiðslum í þrennt í upphafi misseris án auka kostnaðar. Einnig er hægt að greiða námið með raðgreiðslu Valitors í allt að 36 mánuði.

Ath. að ekki er hægt að fá námsgjald endurgreitt eða fellt niður eftir að gengið hefur verið frá greiðslufyrirkomulagi.

Upphafsdagur
Upphafsdagur05 Jan 25
TímalengdSímenntun
Verðkr 150.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða