-
Námsskeiðs gjald
kr 12.000
Yfirlit
Leiðsögunámið er í samstarfi við SBA-Norðurleið.
Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir það að fylgja ferðamönnum um landið. Leiðsögunámið er víðfeðmt og fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni.
Inntökuskilyrði í leiðsögunám
- Stúdentspróf eða sambærilegt nám
- Mjög gott vald á einu erlendu tungumáli, auk íslensku
- Að standast munnlegt inntökupróf í því tungumáli sem þeir hyggjast leiðsegja á
Náminu lýkur með hringferð um landið.
Ath. birt með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar.
Fyrirkomulag fjarnáms
- Námið er að mestu fjarnám og spannar þrjú misseri. Það er skipulagt þannig að mögulegt er að sinna því samhliða starfi og búa hvar sem er á landinu.
- Á hverju misseri verða tvær staðarlotur á Akureyri frá fimmtudegi til sunnudags sem nemendur eiga að mæta í.
- Vettvangs- og æfingaferðir eru skipulagðar yfir námstímann og endar námið á sex - sjö daga ferð um landið. Gert er ráð fyrir 100% þátttöku í þessum ferðum.
Efnisskrá
Hægt er að nálgast yfirlit yfir áfanga vorönn 2023-2024 með því að smella hérna.
Inntökuskilyrði
- Tuttugu ára aldurstakmark.
- Stúdentspróf, sambærileg menntun eða raunfærnimat.
- Gott vald á íslensku.
- Standast inntökupróf í því tungumáli sem umsækjandi hyggst nota í leiðsögn og skólinn getur boðið upp á þjálfun í.
Inntökupróf í erlendum tungumálum verða haustið 2022 og kostar hvert próf 12.000 kr. og hægt er að þreyta próf í fleiri en einu tungumáli.
Með umsókn þarf að fylgja stutt yfirlit yfir náms- og starfsferil.
Dagskrá
Inntökupróf verða fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. nóvember
Kennarar
Fjöldi fyrirlesara, kennara og leiðbeinenda koma að náminu sem eru allir sérfróðir um einstaka málaflokka.
Heildarverð námsins er 750.000 kr. en nemendur greiða sjálfir fyrir mat í ferðum og gistingu í hringferð um landið. Námsgögn, utan námsefnis frá kennurum, eru ekki innifalin í skólagjöldum.
Semja má um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst t.d. skipta greiðslum eftir misseri eða greiðsludreifingu til allt að 36 mánaða.
Vinsamlega athugið að ekki er hægt að fá endurgreitt ef nemandi ákveður að hætta í námi á námstíma.
Styrkir:
Vakin er athygli á að ýmis stéttarfélög og vinnuveitendur veita góða námsstyrki. Einnig er vakin athygli á að hjá Vinnumálastofnun eru upplýsingar og ráðgjöf varðandi margvísleg námsúrræði fyrir einstaklinga á atvinnuleysiskrá.
Kostnaður
- Inntökupróf í erlendu tungumáli kostar 12.000 kr. og verða þau haldin í nóvember
- Námsgjald veturinn 2023-2024 verður um 750.000 kr.
- Kostnaður vegna vettvangsferða er innifalinn að öðru leyti en því að nemendur greiða sjálfir fyrir uppihald í ferðum (fæði og gistingu í lokaferð, hóflegt gjald)
- Námsgögn eru ekki innifalin í námsgjöldum
- Semja má um greiðsludreifingu til allt að 36 mánaða eða skipta gjaldi á haust og vormisseri. Vinsamlega athugið að ekki er hægt að fá námsgjald fellt niður þótt nemandi hætti í náminu
- Námið er lánshæft til framfærslu- og skólagjalda hjá LÍN. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða