fbpx

Heyrnarfræði BSc

- Örebro

Yfirlit

Frá haustinu 2024 verður BSc gráða í heyrnarfræði kennd í fjarnámi í samstarfi milli Háskólans á Akureyri, Háskólans í Örebro og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.

Í fyrsta sinn er hægt að nema heyrnarfræði á Íslandi, námið er kennt með blönduðu sniði, þ.e. bóklegt nám er í fjarnámi og verklegt nám kennt í Reykjavík. Námið er kennt á ensku.

Hvað lærir þú í Heyrnarnámi?

Námið er þverfagleg heilbrigðisgrein á háskólastigi sem byggir á læknavísindum, tæknifræði og félagsvísindum með heyrn sem aðal viðfangsefni. Grunnnám heyrnarfræðinnar er á BSc stigi með möguleikum á MSc og Phd námi.

Til að starfa sem heyrnarfræðingur á Íslandi þarf starfsleyfi frá Embætti Landlæknis sem BSc námið veitir.

Möguleikar eru á að sérhæfa sig innan greinarinnar m.a. í:

  • Endurhæfingu
  • Börnum
  • Tinnitus/Eyrnasuði
  • Sérhæfðum hjálpartækjum
  • Kuðungsígræðslu
Hagnýtar upplýsingar

Heyrnarfræðingar eru löggildir sem heilbrigðisstétt. Í starfi þeirra felst greining heyrnarskerðingar, meðferð og endurhæfing hjá einstaklingum með heyrnarskerðingu. Heyrnarfræðingar meta þörf einstaklingsins fyrir frekari aðstoð í daglegu lífi. Ráðgjöf og fyrirlestrar um heyrn og afleiðingar heyrnarskerðingar eru einnig hluti af starfinu.

Gefandi starf

Starf heyrnarfræðingsins er gefandi og krefjandi á sama tíma. Í starfi sínu hitta heyrnarfræðingar fólk á öllum aldri og með mismunandi vandamál. Það snýst m.a. um að auka lífsgæði skjólstæðinga og aðstoða fólk við að taka þátt í samfélaginu, m.a. í vinnu og skóla en einnig að eiga samskipti við vini og ættingja.

Ekki bara tækni

Tæknin er ekki eina lausnin sem heyrnarfræðingar hafa til að hjálpa einstaklingum með heyrnarskerðingu. Ráðgjöf og fræðsla sem eykur möguleika fólks til þess að heyra, er stór partur af starfi heyrnarfræðinga sem felur í sér mikil samskipti við annað fólk.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námið fer fram með blönduðu sniði. Bóklega námið er alfarið fjarnám og verður hluti fyrirlestra á sænsku með textun á ensku og aðrir á ensku. 

Verknámið fer fram á Heyrnar- og talmeinastöð í Reykjavík, svo ekki er gerð krafa um að farið sé til Örebro á námstímanum. Það er ófrávíkjanleg krafa að nemendur mæti í verknámið sem spannar um 20 vikur á námsstað ( HTÍ Reykjavík). Ekki er komin nánari tímasetning á verknámsloturnar.

Lesefni, verkefni og próf eru á ensku.

Efnisskrá

Námið spannar 3 ár.

Á fyrsta árinu öðlast þú grunnþekkingu á sviði samskipta, hljóðumhverfis, hljóðvistar og vísindalega sviði heyrnarfræðinga, auk þess að skoða hegðunar- og félagssjónarmið. Þú lærir einnig vísindakenningar og aðferðir, uppbyggingu og virkni heyrnarkerfisins, sem og tengsl hljóða og túlkunar heyrnarkerfisins. Þú lærir einnig hvernig grunn heyrnarmælingar eru framkvæmdar.

Námið á öðru ári beinist fyrst að áverkum og sjúkdómum tengdum heyrnar- og jafnvægiskerfi, hvernig er hægt að rannsaka þá í tengslum við heyrnargreiningar. Þú lærir hljóðfræðilega endurhæfingu og atferlisfræði með áherslu á vitsmunagreind. Verkleg kennsla leggur áherslu á heyrnartæki og vinnu með skjólstæðinga.

Á þriðja ári er mikil áhersla lögð á heyrnargreiningu, endurhæfingu og forvarnir með tilliti til fullorðinna og barna. Einnig taka heyrnarvísindin mikið pláss, þ.e. að greina, draga ályktanir, meta og rökræða á vísindalegan hátt í lokaverkefninu. Í gegnum verklegar æfingar öðlast þú innsýn í ólík hlutverk innan heyrnarþjónustustarfsins, sem og þekkingu á mögulegum hlutverkum heyrnarfræðings innan samfélagslegar starfsemi.

Nánar má lesa um námið á síðu Örebro háskóla HÉR.

 

Inntökuskilyrði

Námið er á grunn háskólastigi, stúdentsprófs er krafist. Aðeins 6 pláss eru laus í námið fyrir haustið 2024. Umsóknir eru metnar af Örebro háskóla.

Þegar skráning hefur verið gerð hér á síðunni fá umsækjendur tölvupóst með upplýsingum um næsta skref sem er að sækja um námið beint til Örebro.

 

Dagskrá

Skráning hefst 15. mars 2024 og er opin til 15. apríl 2024.

Svar við umsóknum og boð til þeirra sex sem komast inn er sent 11. júlí 2024.  Svara þarf fyrir 19. júlí hvort umsækjandi þiggi plássið, ef ekkert svar berst er næsta umsækjanda boðið plássið.

Skráningargjald er 75.000,- kr. og verður greiðsluseðill sendur í heimabanka með gjalddaga í byrjun ágúst. 

Kostnaður

Námið spannar 3 ár og er skráningargjald 75.000 kr á ári, samtals 225.000 kr fyrir þriggja ára nám.

ATH! Við skráningu hér á síðunni skal velja "Greiðsluseðill" í greiðslumáta. Þó er ekki innheimt neitt gjald fyrr en í ágúst og þá er sendur 75.000 kr greiðsluseðill á þau sex sem hafa staðfest plássið í námið. 

Kostnaður vegna verknámslotanna (gisting, uppihald og ferðir) er ekki innifalinn í skráningargjaldinu og getur haft aukakostnað í för með sér.

Námið er lánshæft hjá LÍN sem og hægt að sækja um námsstyrk til stéttarfélaga.

Skráningargjöldin fást ekki endurgreidd ef nemandi hættir námi.

 

 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða