fbpx

Alþjóðleg viðskipti, náttúruauðlindir og Þing Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle)

- Einingabær námskeið í samstarfi við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Yfirlit

Mikilvægi alþjóðaviðskipta er mikið í tilviki smárra hagkerfa, þar sem þau eru ekki sjálfum sér nóg í sama mæli og stór hagkerfi og treysta því yfirleitt meira á útflutning og innflutning en stærri hagkerfi. Það er því mikilvægt fyrir smá og meðalstór fyrirtæki í smærri hagkerfum að leita að alþjóðlegum viðskiptatækifærum til að vaxa og ná stærðarhagkvæmni í framleiðslu.
Alþjóðaviðskipti kunna að fela í sér beina erlenda fjárfestingu (BEF), þar sem fyrirtæki með höfuðstöðvar í einu landi ráðast í BEF í öðru landi, ná þar með aðgengi að öðrum markaði, lækkun útflutningskostnaðar. Taka þarf tillit til hagrænnar landafræði sem og mismunandi menningu.
Fjallað er um fræðilegan grunn alþjóðaviðskipta og fjárfestingar (BEF). Með því að ráðast í beina erlenda fjárfestingu (BEF) verður fyrirtæki að fjölþjóðafyrirtæki.

Þetta námskeið skýrir mikilvægi náttúruauðlinda fyrir alþjóðaviðskipti. Ísland er í forgrunni sem dæmi um land er reiðir sig mikið á útflutning, að miklu tengt ríkulegum náttúrulegum auðlindum.
Beinn auðlinda útflutningur frá Íslandi tengist sjávarútvegsauðlindinni. Óbeinn auðlindaútflutningur má segja að tengist ferðaþjónustu sem byggir m.a. á óspilltri náttúru og víðerni, sem og virkjun vatnsfalla til raforkuframleiðslu.
Skoðum mikilvægi þátta er tengjast endurnýjanlegri og sjálfbærri orku.

Ritgerð byggð á ARTIC CIRCLE ráðstefnu www.arcticcircle.org
Nemendur velja sér framsöguerindi af ARCTIC CIRCLE ráðstefnunni, eða skoða eldri ráðstefnur  með það að markmiði að einbeita sér að tilteknu HEIMSKAUTA málefni. Nemendur verða að mæta á zoom fundi um val á efni og uppsetningu pappírs. Leiðbeinandi og nemendur ræða áherslur ráðstefnunnar á Zoom fundi, nemendur þurfa svo að skila pappír um tiltekið málefni sem þeir velja, byggt á ráðstefnunni.

 

Að námskeiðinu loknu skal nemandi hafa:

  • Skilning á mikilvægi alþjóðaviðskipta og hvar unnt er að sækja sér alþjóðleg gögn um alþjóðaviðskipti, til greiningar og rannsókna
  • Þekkingu á sumum drifkröftum alþjóðaviðskipta, eins og stærðarhagkvæmni, menningu og flutningskostnaði, með tilliti til hagrænnar landafræði
  • Skilning á mikilvægi alþjóðaviðskipta, í tengslum við náttúruauðlindir
  • Yfirsýn yfir beina nýtingu náttúruauðlinda
  • Þekkingu á óbeinni nýtingu náttúruauðlinda
  • Þekkingu á því hvernig fjallað er um alþjóðamál á ráðstefnum
  • Skilning á atriðum er varða starfsemi alþjóðastofnana, byggt á málstofum ARTIC CIRCLE
  • Skilning á því hver eru helstu áskoranir sem fjölþjóðafyrirtæki standa frammi fyrir í síbreytilegum heimi
Hagnýtar upplýsingar

10% Zoom funda þátttaka, 10% greina umfjöllun, byggt á vísindagreinum, 30% krossapróf og 50% lokapróf.

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa lokið B.S. eða B.A. gráðu til að fá inngöngu í þetta námskeið. 

Kennarar

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða