fbpx

MBA nám við UHI

Skráning og nánari upplýsingar um námið er HÉR

Símenntun hefur síðan haustið 2020 boðið upp á MBA nám við UHI - University of Highlands and Islands í Skotlandi. Verðið er kr. 1.450.000, verð sem aldrei hefur sést hér á landi áður.

Námið er vottað af QAA (The Quality Assurance Agency for Higher Education) í Bretlandi og er sett upp sem 100% fjarnám frá grunni. Hægt er að velja á milli þess að taka námið í fullu námi (e. Full time) eða að hluta til (e. Part-time).

Námið, sem spannar þrjú misseri eða lengur (ef valið er part-time nám), fer alfarið fram á netinu og er sett upp frá grunni sem fjarnám fyrir vinnandi fólk. Allir nemendur í náminu eru í fjarnámi og hittast á fjarfundum (sem eru þó valkvæðir). Fjarfundirnir eru utan hefðbundins vinnutíma og flest öll verkefni einstaklingsverkefni svo þú vinnur á þínum tíma, óháður öðrum nemendum.

Símenntun HA býður upp á kynningardaga á Akureyri að hausti fyrir nýja nemendur.

UHI er framsýnn háskóli sem er staðsettur á nokkrum stöðum í Skotlandi, nýtir sérstöðu sína í að bjóða ferska nálgun á háskólanám, allt frá grunnnámi upp í Phd gráður.

MBA nám UHI er kennt á 5 mismunandi línum sem þér býðst að velja á milli, línurnar eru:

(Ýtið á linkana til að sjá nánar um hverja námslínu fyrir sig inn á vefsíðu UHI).

Fyrirkomulag fjarnáms

Við vitum að sveigjanleiki er mikilvægur þegar kemur að svona námi, sérstaklega þegar það er tekið með vinnu. Þess vegna er hægt að stjórna sinni ferð, velja hvaða hraða maður vill vera á.

  • Námið er í 100% fjarnámi
  • Verkefni eru alla jafna einstaklingsverkefni (getur verið breyting á milli ára og áfanga)
  • Engin skyldumæting á fundi (mælum þó með mætingu á fundina)
  • Rafrænir fundir eru almennt utan hefðbundins vinnutíma
  • Engin hópaverkefni sem gilda til einkunnar
  • Engin próf (getur verið breyting á milli ára)

Fullt nám (e. Full time) spannar 3 annir og eru þá teknir þrír áfangar á hverri önn. Almennt eru teknir 2x kjarnaáfangar og 1x valáfangi á fyrstu og annarri önn, og á þriðju önn er meistararitgerðin unnin. Þetta fyrirkomulag er þó aðeins breytilegt fyrir MBA línurnar í Renewable Energy og Resilience, athugið að aðeins er hægt að taka resilience línuna í part-time. Endilega sendið okkur línu ef þið hafið nánari spurningar um þær línur.

Hlutanám (e. Part-time) getur spannað mörg ár. Þú velur hvort þú vilt taka 1 eða 2 áfanga á hverri önn. Þegar 6 áföngum er lokið (4x kjarnaáfangar og 2x valáfangar) þá er hægt að byrja á ritgerðarsmíðinni og annað hvort taka hana á einni önn eða tveim önnum. Sem sagt, mikill sveigjanleiki í boði.

Inntökuskilyrði

Til að komast inn í MBA nám hjá UHI þurfa nemendur að hafa lokið grunngráðu á háskólastigi (180 ECTS einingar).

Undantekningar hafa verið gerðar á þessu skilyrði og hvetjum við því umsækjendur sem hafa mikla reynslu í atvinnulífinu til að sækja um og við skoðum málið með UHI.
Mat umsókna fer eftir árangri í fyrra námi og störfum eftir útskrift.

Kostnaður

Hægt er að velja á milli þess að greiða fyrir allt námið í upphafi eða greiða fyrir staka áfanga jafnóðum sem þeir eru teknir.

MBA námið kostar kr. 1.450.000*. Ef kosið er að greiða fyrir staka áfanga þá er verð á hvern áfanga kr. 175.000*. Samtals verð ef greitt er fyrir staka áfanga er kr. 1.575.000**. (ATH að námið eru 6 áfangar og ritgerðin er skilgreind sem jafngildi þriggja áfanga).