fbpx

Leiðsögunámið í vettvangsferð

Frá því í janúar hefur leiðsögunám í fjarnámi verið kennt hjá okkur en á hverri önn eru staðarlotur og vettvangsferðir þar sem kunnáttan og færnin er sett í notkun.

Hópurinn fékk sumarfrí eins og aðrir nemar og nýttu margir það vel í leiðsögumannastörf, ferðir um landið og lærdóm en heimaverkefnin voru fjölbreytt og krefjandi... eins og að safna myndum og taka upp hljóð margra tuga fuglategunda, læra að þekkja fuglana út frá hljóði og mynd.

Nú á dögunum var svo farin vettvangsferð um Demantshringinn.  "Við fengum hlýtt og gott veður mestallan tímann og annað slagið smá dropa. Prufuðum hljóðkerfið sem Símenntun HA pantaði fyrir okkur og var algjör snilld að geta sagt frá á göngu og allir heyrðu vel." sagði Margrét K. Jónsdóttir annar verkefnastjóra leiðsögunámsins.

Skemmtilegar myndir og gaman að fylgjast með hópnum áfram.

Leiðsögu2
Leiðsögu1
Nemendur í Jökulsárgljúfrum.
Leiðsögu4