fbpx

Kynningarfundir út um allt

Það er gaman að segja frá því að Símenntun HA og Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar standa nú í vor fyrir allskonar kynningarfundum.

Við vitum að fólk er almennt rosalega upptekið ... við vitum svo sem öll líka upp á okkur sökina að við ættum kannski að slappa meira af, en það er efni í annan pistil 😉

Í síðustu viku var rafrænn opinn kynningarfundur í hádeginu um Stjórnendanámið, núna á mánudaginn var svo kvöldkynningin "MBA spjall" þar sem farið var léttlega yfir námið og hvatt til umræða og spurninga. Þessir fundir hafa heppnast ljómandi vel og munum við bjóða upp á enn fleiri opna rafræna fundi á næstunni.

Rafrænu fundirnir hafa verið á mismunandi tímum, í hádeginu og á kvöldin. Efni fundanna er hnitmiðað og eitt nám tekið fyrir í einu.

Núna í apríl og maí leggjum við land undir fót og bjóðum upp á kynningarfundi í eigin persónu á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri og í Reykjavík. Á þessum hádegis-eða morgunverðarfundum munum við kynna þrjú mismunandi nám sem eru í boði hjá okkur og bjóða upp á léttar veitingar á meðan.

Námsleiðarnar sem kynntar verða eru:

Öll þessi nám eru kennd í 100% fjarnámi og eiga það sameiginlegt að tengjast öll inn á stjórnun fyrirtækja og mannauðsmál.

Stjórnendanám Stjórnendafræðslunnar hefur engar forkröfur svo það hentar breiðum hópi fólks sem vilja auka stjórnendahæfni sína, hvort sem þau eru stjórnendur í dag eða hafa áhuga á að takast á við aukna stjórnun í sínu starfi.

Símenntun HA leggur mikinn metnað í það að bjóða upp á fjarnám sem hentar öllum, óháð búsetu. Frá árinu 2020 hefur Símenntun HA verið í samstarfi við UHI - University of the Highlands and Islands í Skotlandi með fjarnám í MBA og núnar fyrst í haust 2023, meistaragráðu í mannauðsstjórnun.

Þessi nám eru einstök hér á landi þar sem fjarnámið bíður upp á mikinn sveigjanleika, fólk þarf ekki að ferðast t.d. aðra hverja viku til Reykjavíkur til að sækja nám með tilheyrandi kostnaði við ferðir eða fjarveru frá vinnu og fjölskyldu.

Með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval funda/kynninga komum við til móts við fólk og gefum fleiri möguleika á því að fræðast um námið sem við erum að kynna. Símenntun HA leggur mikið upp úr því að vera stofnun sem nær til allra og er fyrir alla, þess vegna erum við enn stoltari af þessari þróun hjá okkur að mæta á svæðið til ykkar. Vonandi verður mæting góð sem mun hvetja okkur enn frekar að mæta á fleiri staði um landið í framtíðinni.

N

Þann 14. apríl næstkomandi verðum við á Ísafirði með hádegisfund kl. 12:10.

Fundurinn er haldinn í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða og er mikil spenna hjá okkar konum að mæta vestur. Þær Auðbjörg Björnsdóttir, kennari í Stjórnendanáminu og Freydís Heba Konráðsdóttir verkefnastjóri hjá Símenntun HA mæta á svæðið með kynninguna á öllum þrem námleiðunum.

HÉRNA er skráning á fundinn og hvetjum við ykkur til að deila þessu áfram til þeirra sem þið þekkið á svæðinu 🙂