fbpx
Leiðsögunám

Hefjum árið af krafti

Símenntun óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samfylgdina á liðnum árum.

Árið 2023 er hafið af krafti. Leiðsögunámið fór af stað núna um helgina og er kennt með breyttu sniði. Þær Margrét og Ingibjörg, umsjónaraðilar námsins tóku vel á móti hópnum á Borgum á föstudaginn þar sem vel var farið yfir skipulag námsins, fyrstu skrefin stigin í að leiðsegja og kennarar kynntir til leiks. Námið er að mestu fjarnám og spannar þrjú misseri. Það er skipulagt þannig að mögulegt er að sinna því samhliða starfi og búa hvar sem er á landinu.

 

Við hlökkum til að fylgja þessum flotta hópi eftir næstu mánuði.

Fjöldi fjölbreyttra námskeiða eru svo að fara af stað næstu vikurnar sem vert er að skoða, enda aldrei of seint að læra eitthvað nýtt. 

Hægt er að skoða næstu námskeið HÉR