fbpx

Símenntun undirbýr námsframboð næsta hausts og vetrar

Það verða tvær nýjar áherslur í starfi Símenntunar frá næsta hausti. Í fyrsta lagi stefnum við á að bjóða námskeiðin í fjarkennslu þar sem fólki verður boðið að vera með í gegnum zoom og svo eru nokkrir róbótar eða fjærverur til í HA sem við ætlum nýta. Símenntun vonast til að þetta gefi fólki hvar sem er á landinu tækifæri til að taka þátt í námskeiðunum okkar í ríkari mæli.
Í öðru lagi ætlum við að minnka útprentun á námsgögnum eins og mögulegt er og hvetjum því fólk til að koma með fartölvur.
Símenntun óskar landsmönnum gleðilegs sumars og hlakkar til næsta símenntunarvetrar.