-
Tímalengd
12 klstNámsskeiðs gjald
kr 14.000
Yfirlit
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa verið lengi frá námi og hyggjast bæta við sig háskólamenntun eða þeim sem eru að hefja sín fyrstu skref í háskólanámi og vilja undirbúa sig fyrir komandi áskoranir.
Fyrirkomulag fjarnáms
Námskeiðið er í fjarnámi og verður opið í þrjár vikur frá upphafsdegi.
Það verða tveir opnir Zoom fundir á tímabilinu.
Efnisskrá
Í námskeiðinu verður farið yfir:
- Canvas kennslukerfið - verkefnaskil, myndbönd, samskipti
- Uppsetning á Office fyrir háskólanema
- Fjarnám - Hvernig er best að vinna og skipuleggja sig í fjarnámi
- Kynning á námsráðgjöf
- Hvernig er hægt að nýta sér námsráðgjöf
- Hvernig námsmaður ertu og hvernig hentar það þér í fjarnámi
- Uppsetning á ritgerðum - finna og vinna með heimildir
Dagskrá
Námskeiðið hefst 12. ágúst. Nákvæmari tímasetning á zoom fundum verður tilkynnt síðar.
Kennarar
Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HA. Auðbjörg er með BA próf í mannfræði, MA próf í félagsfræði og Kennsluréttindi frá HÍ. Hún er með MA próf og doktorspróf í kennslusálfræði (e. Educational psychology) frá Minnesotaháskóla.
Árný Þóra Ármannsdóttir forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar við Háskólann á Akureyri.
Rannveig Gústafsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.
Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir verkefnastjóri hjá Símenntun HA.
Kostnaður
Skráningargjald er kr. 14.000.- sem greiðist með kreditkorti við skráningu eða kröfu í heimabanka fyrir upphaf námskeiðs.
Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða