fbpx

Að stjórna jafningjum

- Stjórnun og færni

  • Næsta námskeið hefst
    01 Jan 70
    Allir upphafsdagar
  • Tímalengd
    7 klst
  • Námsskeiðs gjald
    kr 40.500
Yfirlit

Það er krefjandi hlutverk að vera stjórnandi meðal jafningja. Það að koma nýr inn í hóp eða hafa verið einn af hópnum og taka síðan að sér forystuhlutverkið kallar eðlilega á ákveðna afstöðu og hegðun sem verður að vera til staðar eigi árangur að nást. 

Það að vera sjálfur fyrirmynd sem stjórnandi er eitt það mikilvægasta ásamt því að vera gegnheill og traustur. Sá sem fer fyrir jafningjum verður að sýna þá hegðun sem hann ætlar öðrum. Stjórnandinn verður að hafa virðingu hópsins því á því hvílir hans árangur. Samtalstækni er ein af mikilvægari undirstöðunum því málin eru rædd á jafningjagrunni og ákvarðanir oft teknar sameiginlega en stjórnandinn ber ábyrgð á gæðum ákvarðana. 

Hjá öllum jafningjastjórnendum takast á nokkur þekkt málefni eins og það að segja öðrum fyrir verkum og að taka á viðkvæmum málum. Einnig að gleyma ekki að nefna það sem vel er gert.

Hagnýtar upplýsingar

Á námskeiðinu verður farið yfir þau atriði sem stjórnendur jafningja upplifa sem erfið og óþægileg og rætt hvernig best er að snúa sér í þeim málum. Farið er ofan í saumana á ólíkum stjórnendahlutverkum og fjallað um nokkrar aðferðir sem gagnast jafningjastjórnendum og þær æfðar. 

Ávinningur:

  • Meira sjálfstraust og öryggi í stjórnun.
  • Þekking á aðferð til að ræða viðkvæm mál.
  • Skilningur á þeim kröfum og væntingum sem gerðar eru.
  • Þekking á helstu mistökum sem jafningjastjórnendur gera.

Um er að ræða hagnýtt og lifandi námskeið (vinnustofu) sem hefur að markmiði að efla þá stjórnendur sem eru að stjórna jafningjum eða koma til með að stjórna jafningjum. 

Fyrirkomulag fjarnáms

Miðvikudaginn 16. nóvember kl. 9-16 í húsakynnum Háskólans á Akureyri.

Efnisskrá

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Mismunandi stjórnunaraðferðir/stjórnunarstílar.
  • Jafningjastjórnandinn sem fyrirmynd, undirmaður og yfirmaður.
  • Að taka á frammistöðumálum á uppbyggilegan og skýran hátt.
  • Tækni í samtölum, það að ræða mál sem jafningi.
Dagskrá

Kennsluaðferðir:

  • Fyrirlestrar.
  • Hæfnisþjálfun.
  • Virk þátttaka.
  • Umræður.
Kennarar

Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða