fbpx

Fjölmenningarlegur vinnustaður

- Stjórnun og færni

Yfirlit

Einnig í fjarkennslu í zoom ef óskað er.

Samskipti – hindranir eða tækifæri til að læra eitthvað nýtt?

Samskipti geta verið flókin í amstri daganna en þegar við bætast hindranir eins og tungumálaerfiðleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna, menntunar og viðhorfa almennt vandast oft málið. Á Íslandi eru töluð u.þ.b. 65 tungumál nú um stundir og samfélag okkar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ásýnd landsins hefur breyst og meiri fjölbreytni ríkir nú en áður í menningarlegu tilliti.  Margt fólk hefur sótt hingað til lands í leit að atvinnu og tækifærum alls staðar að úr heiminum. Flestir koma frá Austur-Evrópu og Asíu en auk þess er hér mikill fjöldi fólks frá hinum Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum.

Íslendingar hafa hingað til átt gott með að hafa samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin taki á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni tekur sig upp og flytur hingað, ýmist tímabundið eða til frambúðar þá verða líka árekstrar og ýmsir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið. Þekkingarmiðlun býður nú upp á námskeið fyrir þá sem vilja bæta samskiptin og öðlast betra sjálfsöryggi á fjölmenningarlegum vinnustað.

Tími: kl. 13-17.

Efnisskrá

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Fordómar gagnvart Íslendingum og útlendingum
  • Árekstrar sem rekja má til viðhorfa
  • Hvað er líkt og ólíkt með menningarheimum?
  • Menningarvíddir Hofstede og Trompenaars

Ávinningur:

  • Jákvæðari samskipti
  • Aukinn skilningur
  • Meiri samheldni
  • Betra sjálfsöryggi og meiri vellíðan á vinnustaðnum.
Kennarar

Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Kostnaður

18.000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða