fbpx

Við erum mætt á Instagram

Skemmtilegt að segja frá því að Símenntun Háskólans á Akureyri er nú komið með Instagram reikning 🙂

Samfélagsmiðlar eru löngu komnir til að vera og viljum við vera þar sem þið eruð. Instagram er mörgum vel þekkt og hlökkum við til að taka þátt í samfélaginu þar ásamt því að halda áfram á Facebook. Efni miðlana verður aðeins mismunandi, jafnvel meira um léttleika á gramminu í grunninn, svo það er um að gera að fylgjast með okkur á báðum stöðum.

Símenntun hefur í mörg ár staðið fyrir fjöldanum öllum af námskeiðum, af allskonar stærðargráðum og áherslum. Á samfélagsmiðlunum okkar viljum við deila með ykkur öllu sem kemur að Símenntun, allt frá hvetjandi orðum um lífið, skemmtilegum hugleiksmolum yfir í fréttir úr starfinu og auglýsingum á næstu námskeiðum. Við munum meðal annars vera með kynningar á námsleiðum og stökum námskeiðum, segja ykkur frá hvað  nemendur og þátttakendur hafa að segja um námskeiðin/námsleiðirnar, hverjir eru kennnar/leiðbeinendur og hvað hafa þau að segja.

Og ef þið eruð í stuði þá kunnum við sko vel að meta tögg og merkingar á myndirnar ykkar og story ... ekki falleg íslenska, en þið skiljið hvað við erum að tala um 😉