fbpx

Stjórnendanámið um allt land

Nú á vordögum hefur Freydís Heba verkefnastjóri markaðssetningar og námsframboðs SMHA verið á ferð og flugi um landið til þess að kynna Stjórnendanámið sem við hjá Símenntun Háskólans á Akureyri erum að reka fyrir STF, Samband Stjórnendafélaga. Farið var um landið á aðalfundi aðildarfélaganna, nema til Ísafjarðar þar sem ófært var vegna veðurs.

Ásamt Freydísi voru þeir Bjarni Gústafsson forseti STF og mennta- og kynningarfulltrúi sambandins og Jóhann Baldursson framkvæmdastjóri STF með í för. Þríeykið hélt erindi á aðalfundum á Akureyri, Reykjanesbæ, Akranesi, Borgarnesi, Reykjavík, Selfossi, Egilsstöðum og Sauðárkrók. Bjarni fór yfir störf sín og STF fyrir aðildarfélaga og -félögin, Jóhann tók svo máls um stöðu STF, sjúkra- og menntunarsjóðs, og Freydís kom að lokum með kynningu á Stjórnendanáminu sem félagar stjórnendafélaga fá góðan afslátt af í gegnum vel stöndugan og gildandi menntunarsjóð STF.

"Það er ótrúlega gaman að fara svona á milli og heyra mismunandi upplifun og skoðanir fólks á málum félagsins en ég fékk alls staðar mjög góðar móttökur og fólk var almennt áhugsamt um Stjórnendanámið. Það var einstaklega skemmtilegt að heyra frá þeim félagsmönnum sem höfðu nú þegar farið í námið og höfðu ekkert nema gott um það að segja og hversu mikið það kom þeim á óvart hversu mikil gæði voru í náminu og hversu góðir kennararnir væru. Það var eitthvað sem fólk átti ekki von á fyrirfram." segir Freydís Heba þegar spurð um ferðalögin.

Núna stendur skráning í fullum gangi á vefnum www.stjornendanam.is og hvetjum við alla þá sem hafa hug á að vinna sig upp innan síns vinnustaðar, eða eru nú þegar stjórnendur að skoða þetta einstaklega fjölbreytta og hagnýta nám. Einnig hvetjum við fólk í leiðinni til að skoða sitt stéttarfélag og bendum við sérstaklega á STF sem er samband félaga stjórnenda um allt land sem býður upp á framúrskarandi þjónustu, fríðindi og sjóði fyrir sitt fólk.