Nýjustu fréttir
Skráningar á námskeið Vertu tímanlega með skráningu
Það er mikilvægt að skrá þátttöku á námskeið tímanlega. Kennarar okkar eru störfum hlaðnir auk þess sem margir koma af höfuðborgarsvæðinu og því þurfum við að taka ákvörðun af eða á með námskeið með um viku fyrirvara.
Sjá meiraPrentun námsgagna Við stefnum á minni pappírssóun
Símenntun HA vinnur að minnkun útprentunar á námsgögnum til samræmis umhverfisstefnu skólans sem státar af góðu flokkunarkerfi á úrgangi, hvata til umhverfisvænna samgangna og grænfána. Þátttakendum á námskeiðum býðst að fá send námsgögn rafrænt og koma með fartölvur. Næsta haust munum við svo taka upp sérstakt gjald fyrir fjölföldun á…
Sjá meiraÚtskrift: NLP markþjálfun
Útskrift úr fyrsta hóp nemenda í NLP markþjálfun hjá Símenntun var föstudaginn 7. desember. Við óskum konunum fimm sem útskrifaðar voru innilega til hamingju og bjóðum nýjan hóp velkominn til okkar á vormisseri.
Sjá meiraMatthildur Ásmundardóttir Bæjarstjóri Hornafjarðar
Nám í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun er gott nám fyrir þá sem vilja fá nothæf verkfæri í stjórnunarstörfum, ég stýrði stefnumótunarvinnu hjá mínu fyrirtæki strax að loknu námi en annars hefði verið keypt utanað komandi ráðgjöf. Námið hefur gert mig að betri stjórnanda og aukið möguleika mína á atvinnumarkaðnum.
Vilhelm Adolfsson Verkefnastjóra Einingar Iðju
Ég frétti af Verkefna og leiðtoganámskeiðinu í gegnum vinnufélaga sem mælti eindregið með því að ég myndi fara á. Ég hafði samband við Símenntun HA til að athuga hvort að ég væri gjaldgengur í námið, en það voru óþarfar áhyggjur. Ég lærði að vera agaðri í vinnubrögðum, fékk aukið sjálfstraust, sjálfsöryggi og skilning á sjálfum…
Júlíus Freyr Theodórsson Leiðsögumaður
Leiðsögunámið hjá Símenntun HA er vel skipulagt, hagnýtt og krefjandi nám sem að opnaði mér dyr að ögrandi og skemmtilegum starfsvettvangi með óteljandi möguleikum