Nýjustu fréttir
Fjölmiðlar á landsbyggðinni – Eiga þeir framtíð fyrir sér ? Leysir frumvarpið málið?
Við gerum breytingar á fyrirhuguðu málþingi um fjölmiðla á landsbyggðinni – það verður 23. mars kl. 10-14. Ráðherra mennta- og menningarmála mætir og kynnir frumvarp sitt um einkarekna fjölmiðla. Sérstaklega ætlað fjölmiðlafólki en öllum áhugasömum opið án kostnaðar.
Sjá meiraFjölmiðlar á landsbyggðinni- ný tímasetning
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra mennta- og menningarmála mun verða sérstakur gestur ráðstefnunnar 23. mars.
Sjá meiraSitt sýnist hverjum um frumvarp um einkarekna fjölmiðla Málið rætt í Háskólanum á Akureyri 8. og 9. febrúar
Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, um stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið lagt fram á Alþingi og sýnist sitt hverjum um innhald þess. Ýmsir hafa tjáð sig um frumvarpið, þær fjárhæðir sem þar eru kynntar og hvaða fjölmiðlar hafa gagn af því og hverjir ekki. Þetta mál verður tekið…
Sjá meiraMatthildur Ásmundardóttir Bæjarstjóri Hornafjarðar
Nám í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun er gott nám fyrir þá sem vilja fá nothæf verkfæri í stjórnunarstörfum, ég stýrði stefnumótunarvinnu hjá mínu fyrirtæki strax að loknu námi en annars hefði verið keypt utanað komandi ráðgjöf. Námið hefur gert mig að betri stjórnanda og aukið möguleika mína á atvinnumarkaðnum.
Vilhelm Adolfsson Verkefnastjóra Einingar Iðju
Ég frétti af Verkefna og leiðtoganámskeiðinu í gegnum vinnufélaga sem mælti eindregið með því að ég myndi fara á. Ég hafði samband við Símenntun HA til að athuga hvort að ég væri gjaldgengur í námið, en það voru óþarfar áhyggjur. Ég lærði að vera agaðri í vinnubrögðum, fékk aukið sjálfstraust, sjálfsöryggi og skilning á sjálfum…
Júlíus Freyr Theodórsson Leiðsögumaður
Leiðsögunámið hjá Símenntun HA er vel skipulagt, hagnýtt og krefjandi nám sem að opnaði mér dyr að ögrandi og skemmtilegum starfsvettvangi með óteljandi möguleikum