Nýjustu fréttir
Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun- 2020-2021
Okkar sívinsæla nám Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun – vogl 2020-2021. Kennslulotur: 14.-18. september, 16.-19. nóvember, 1.-5. febrúar, 15.-18. mars.
Sjá meiraAðeins er tekið við reikningum með rafrænum hætti á xml formi
Frá áramótum tekur Háskólinn á Akureyri aðeins við reikningum sem berast með rafrænum hætti á xml formi. Hvorki er tekið við reikningum á pappírsformi né .pdf. Þetta er í samræmi við ákvörðun Fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að frá og með 1. janúar 2020 skulu allir reikningar vegna kaupa ríkisins á…
Sjá meiraKvikmyndahátíð framhaldsskólanna
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, KHF býður námsmönnum á Norður- og Austurlandi upp á helgarnámskeið í kvikmyndagerð 9. og 10. nóvember n.k. Það er haldið á Akureyri í samvinnu við Kennslumiðstöð og Símenntun Háskólans á Akureyri. Námskeiðsgjald er kr. 10.000. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar filmfestival.is, tengill á umsóknareyðublaðið má…
Sjá meiraMatthildur Ásmundardóttir Bæjarstjóri Hornafjarðar
Nám í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun er gott nám fyrir þá sem vilja fá nothæf verkfæri í stjórnunarstörfum, ég stýrði stefnumótunarvinnu hjá mínu fyrirtæki strax að loknu námi en annars hefði verið keypt utanað komandi ráðgjöf. Námið hefur gert mig að betri stjórnanda og aukið möguleika mína á atvinnumarkaðnum.
Vilhelm Adolfsson Verkefnastjóra Einingar Iðju
Ég frétti af Verkefna og leiðtoganámskeiðinu í gegnum vinnufélaga sem mælti eindregið með því að ég myndi fara á. Ég hafði samband við Símenntun HA til að athuga hvort að ég væri gjaldgengur í námið, en það voru óþarfar áhyggjur. Ég lærði að vera agaðri í vinnubrögðum, fékk aukið sjálfstraust, sjálfsöryggi og skilning á sjálfum…
Júlíus Freyr Theodórsson Leiðsögumaður
Leiðsögunámið hjá Símenntun HA er vel skipulagt, hagnýtt og krefjandi nám sem að opnaði mér dyr að ögrandi og skemmtilegum starfsvettvangi með óteljandi möguleikum