-
Námsskeiðs gjald
kr 850.000
Yfirlit
Nútíma samfélag og viðskiptaumhverfi kalla eftir fólki sem hefur færni til að taka þátt í og stjórna margvíslegum verkefnum.
Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er fjölbreytt nám sem ætlað er þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína.
Umsóknarfrestur til 29. ágúst en námsið sjálft hefst um miðjan september
Hagnýtar upplýsingar
Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun byggir á að efla fjóra megin færniþætti: Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni. Námið er kennt á grunni kennslubóka á íslensku eftir kennara námsins um fyrrgreinda færniþætti.
Námið samanstendur af fjórum námskeiðum sem skiptast á milli tveggja missera og áhersla lögð á að kenna nemendum hagnýtar aðferðir og þjálfa þá í notkun þeirra.
Fengist er við raunhæf verkefni í kennslustofunni í fjölbreyttri vinnu og krefjandi verkefnum svo og í hópverkefnum.
Náminu lýkur með því að nemendur undirgangast alþjóðlega D-vottun í verkefnastjórnun og fá að henni lokinni alþjóðlegan titil: Certified Project Management Associate.
Allar nánari upplýsingar varðandi námið á www.vogl.is
Efnisskrá
Í VOGL náminu er notast við aðferðir spegilnáms. Allir fyrirlestrar eru nemendum aðgengilegir á lokuðum námskeiðsvef og er ætlast til þess að nemendur mæti undirbúnir í tíma og hafi hlustað á fyrirlestrana og kynnt sér námsefnið.
Kennsluaðferðir eru fjölþættar og til að mynda er beitt tilfellagreiningum (e. case-studies), hlutverkaleikjum, sýnd eru myndbönd, haldnir fyrirlestrar, hvatt til samræðu, unnið að raunhæfum verkefnum. Kennarar haga kennslu sinni þannig að hún sé í senn skilvirkt lærdómsferli, taki mið af því sem er að gerast í samfélaginu og litist af þróun í faginu.
Inntökuskilyrði
Námið er ætlað öllu áhugasömu og dugmiklu fólki sem hefur vilja til að efla færni sína í starfi og leik. Ekki síst millistjórnendum og stjórnendum innan félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana.
Dagskrá
Kennt er í fjórum fjögurra daga lotum frá kl. 8:00-15:00:
Lota 1
Vika 38 (2025) - 15-18. sept
Lota 2
Vika 46 (2025) - 3-6. nóv
Lota 3
Vika 5 (2026) - 26-29. jan
Lota 4
Vika 13(2026) - 23-26. mars
Ath. birt með fyrirvara um breytingar en hluti staðarlota gætu verið kenndar á höfuðborgarsvæðinu
Kennarar
Námsbrautin Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er þróuð af Nordica ráðgjöf ehf. en að henni standa þeir dr. Helgi Þór Ingason, vélaverkfræðingur og dósent og dr. Haukur Ingi Jónasson, cand. theol., S.T.M., C.P.E., sálgreinir og lektor sem eru einhverjir reyndustu stjórnendaþjálfarar landsins.
Kostnaður
Semja má um greiðslufyrirkomulag áður en námið hefst ef það er ekki greitt í heild sinni. Skipta má greiðslum í tvennt í upphafi misseris án auka kostnaðar. Einnig er hægt að greiða námið með raðgreiðslu Valitors í allt að 36 mánuði.
Óafturkræft staðfestingargjald kr. 75.000 er innheimt við skráningu nema námsgjaldið sé þegar greitt að fullu.
Ath. að ekki er hægt að fá námsgjald endurgreitt eða fellt niður eftir að gengið hefur verið frá greiðslufyrirkomulagi.
Við hvetjum áhugasama um að skoða rétt á námsstyrk hjá sínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun.
Sérstök athygli er veitt á því að þegar fyrirtæki senda 3 eða fleiri í námið er veittur afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Umsagnir um námskeið
Sjá umsagnir fyrrum nemenda á vogl.is
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða