fbpx

Virkjum kraftinn í streitunni

- 100% fjarnám

Yfirlit

Nýjustu streiturannsóknir sýna að við höfum stórlega vanmetið þau miklu jákvæðu áhrif sem streita getur haft á okkur.

Í metsölubókinni The Upside of Stress eftir heilsusálfræðinginn PhD Kelly McGonigal við Stanford háskóla eru teknar saman fjölmargar rannsóknir sem varpa ljósi á eðli streitu og hvernig hægt er að virkja hana til góðra verka. Það hvernig við hugsum skiptir mestu því kraftur hugans er mikill. Sem dæmi þá eru þeir sem trúa því að streita sé slæm líklegir til að upplifa neikvæðar afleiðingar af þessu kröftuga viðbragði. Þeir sem aftur á móti hafa tilgang í lífinu, hugsa um aðra og trúa því að streita sé góð eru í næstum engri hættu á streitutengdum vandamálum, jafnvel þó að aðstæður þeirra séu mjög streituvekjandi.  Ekki nóg með það heldur styrkist hjarta- og æðakerfið, heilinn þroskast hraðar, góðmennska eykst og samvinna og frammistaða batnar.

Hugurinn hefur áhrif á líkamann og með einföldum hugarfarsaðferðum er hægt að virkja streituviðbragðið til stórra verka enda viðbragðið með eindæmum aflmikið.

Sagt er frá næstum því ótrúlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið og þar koma m.a. fram systkinin kortisól, oxýtosín, serótonín, adrenalín og útlenskur frændi þeirra DHEA. Nágranninn Ghrelin hungurhormónið kemur einnig við sögu.

Vinnustofan hentar öllum sem vilja skilja betur fyrirbærið og ná að virkja kraftinn sem felst í streitunni.

Hagnýtar upplýsingar

Athugið síðasti skráningardagur námskeiðs er 26. febrúar 2025.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið verður í fjarnámi á Zoom (engar upptökur).

Efnisskrá

Ávinningur námskeiðsins er:

  • Skilningur á þeim kerfum sem varða streituviðbragðið

  • Þekking á einfaldri þriggja skrefa aðferð til að virkja viðbragðið

  • Skilningur á því hvað hefur áhrif á streitu

  • Gagnlegar aðferðir til að ná árangri og tengjast hugarfari

Kennsluaðferðir eru fyrirlestur, umræður og ýmis verkefni og æfingar.

Inntökuskilyrði

Námskeiðið er öllum opið, það eru ekki inntökuskilyrði.

Dagskrá

Námskeiðið er haldið 4. mars frá kl. 13-16.

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Kostnaður

Verð 34.900 kr. 

Athugið að flest stéttafélög endurgreiða námskeiðisgjald eða hluta þess. 

Upphafsdagur
Upphafsdagur04 Mar 25
TímalengdSímenntun
Verðkr 34.900

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða