fbpx

Vinnustofa fyrir stjórnendur og leiðtoga

- Viðburðir á vegum Símenntunar

Yfirlit

Einstakt tækifæri fyrir stjórnendur sem vilja ná bættum árangri og betri tökum á þeim áskorunum sem mæta okkur á hverjum degi. Símenntun Háskólans á Akureyri býður upp á einstaka vinnustofu sem byggir á áratuga reynslu úr raunheimum ásamt fræðilegri nálgun. Námskeiðið sameinar ólík sjónarhorn frá tveimur sérfræðingum á sviði leiðtoga- og teymisvinnu. Kennararnir í vinnustofunum hafa gífurlega mikla alþjóðlega reynslu af leiðtoga og stjórnendakennslu. Þeir nota fjölbreyttar aðferðir, þar á meðal dæmisögur, áskoranir og hermiæfingar, til að fá þátttakendur til að hugsa, ræða, deila og læra nýjar aðferðir til að vinna saman. 

Hagnýtar upplýsingar

Vinnustofan gefur þátttakendum tækifæri til að kafa ofan í mikilvægustu atriðin á bak við leiðtogahæfni og myndun háframmistöðuteyma (e. high performing teams). Vinnustofan er lífleg, skemmtileg, einstaklingsmiðuð og vekur þátttakendur til umhugsunar með stuttum fræðsluerindum og hermiæfingum. Byggt er á ítarlegum rannsóknum á góðum starfsvenjum ásamt áhugaverðum dæmisögum frá einstökum ferli kennaranna. Þetta gerir kennslustundirnar lifandi þar sem sannar dæmisögur af þörf fyrir framúrskarandi leiðtogahæfni og nákvæma ákvarðanatöku í áhættusömum aðstæðum krefjast háframmistöðuteyma. Notast verður við blöndu af einstaklings- og hóphermiæfingum, ásamt þrautum, minni verkefnum, fyrirlestrum, spurningum og svörum, og hópumræðum. 

Dagskrá

Vinnustofan verður haldin á Akureyri, dagana 29.-31. október. Þátttakendur fá morgunhressingu og hádegismat meðan á námskeiðinu stendur. Einnig verður boðið upp á kvöldverð á miðvikudagskvöldinu þar sem færi gefst til að halda samtalinu áfram utan skólastofunnar. Búast má við óvæntri uppákomu um kvöldið þar sem þátttakendum gefst færi á að nota nýlærða færni sína. 

Kennarar

Chris Jagger

Chris hóf feril sinn hjá bresku ríkisstjórninni, Sameinuðu þjóðunum og NATO, þar sem hann starfaði í sérhæfðum teymum sem þurftu að bregðast hratt og faglega við í flóknum aðstæðum þar sem áhættustjórnun var daglegt brauð. Undanfarinn áratug hefur Chris unnið sem ráðgjafi, fyrirlesari og vinnustofustjóri á sviði leiðtogafræða, teymisvinnu og gagnrýninnar hugsunar. Hann hefur mikinn áhuga á að fá fólk til að hugsa, ögra stöðnuðum venjum og leita að einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari leiðum til að ná árangri. Hann starfar nú í stjórnendastöðu í David Attenborough byggingunni á svæði Cambridge háskólans og vinnur þar að verndunarverkefnum með sérstakri áherslu á að sporna gegn ólöglegri verslun með dýr í útrýmingarhættu. 

 

Peter Pearson

Peter átti langan feril í hinum harðsnúnu Gurkha Rifles sveitum, og var síðar yfirmaður leiðtoga-þjálfunar breska hersins þegar hann stýrði hinum víðfræga Royal Military Academy í Sandhurst. 
Ferill hans spannar áratugi og felur m.a. í sér hernaðaraðgerðir í Norður Írlandi, Belize, Bosníu og Kosovo. Eftir brottför hans úr hernum gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra the British Explorers Society og síðar sem Lieutenant við Tower of London. Peter starfar nú sem yfirmaður herriddara Windsor kastala (e. governor of the military knights of Windsor) og er ráðgjafi fyrir ýmsa leiðtoga í ólíkum geirum.
Í störfum sínum hefur hann leitt stórar stofnanir og gegnt flóknu og margþættu ábyrgðarhlutverki. Peter hefur unnið með leiðtogum þjóðríkja, ráðherra og æðstu yfirmanna stofnana og fyrirtækja að málefnum sem snerta meðal annars stjórnmál, stefnumótun og alþjóðleg öryggismál. 
Peter er þekktur fyrir að gera lífið skemmtilegt og hafa húmorinn í hávegum,
jafnvel í streituþrungnum aðstæðum. 

Kostnaður

Til að fá nánari upplýsingar um verð skal hafa samband við forstöðumann Símenntunar, Stefán Guðnason í tölvupóstfang stefangudna@unak.is 

Upphafsdagur
Upphafsdagur29 Okt 24
Tímalengd
Verðkr 0

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða