-
Tímalengd
3 klstNámsskeiðs gjald
kr 34.900
Yfirlit
Viðverusamtal er verkfæri sem nýtist við markvissa stjórnun fjarvista og forvarnarstarf á vinnustöðum. Tilgangur viðverusamtals er m.a. að draga úr fjarveru, finna ástæður fyrir fjarveru sem hægt er að hafa áhrif á, breyta menningu á vinnustað er kemur að fjarvistum og tryggja samræmd vinnubrögð.
Markmiðið með viðverusamtali er að tryggja breytingu á hegðun starfsmanns eða viðleitni hans til að takast á við ástæður fjarvista. Samtalið er formlegur vettvangur þar sem stjórnandi og starfsmaður fara yfir stöðu fjarvista og ræða m.a. aðstæður á vinnustað, verkefni, vinnufyrirkomulag, vinnuumhverfi, samskipti og fleiri atriði sem geta haft áhrif á líðan starfsmannsins.
Á námskeiðinu er m.a. farið í samtalstækni í viðverusamtali. Þátttakendur taka þátt í hagnýtum æfingum auk þess sem farið er í samtalsrammann og gerð áætlunar.
Hagnýtar upplýsingar
Námskeiðið er fyrir fólk með mannaforráð sem tekur viðverusamtal við starfsmenn.
Fyrirkomulag fjarnáms
Námskeiðið verður haldið á Zoom. Það verða ekki upptökur af námskeiðinu.
Efnisskrá
Ávinningur námskeiðsins er samræmdir vinnuferlar, aukin vellíðan starfsmanna og skýrt verklag um tilkynningu fjarvista. Samtalið tryggir einnig að gripið sé inn í markvisst og tíðum fjarvistum fylgt eftir.
Kennsluaðferðir eru fyrirlestur og virk þátttaka í verkefnum og umræðum.
Dagskrá
Námskeiðið er 3 klst. og verður haldið 27. febrúar frá kl. 9-12.
Kennarar
Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.
Kostnaður
Verð 34.900 kr.
Athugaðu að flest stéttafélög endurgreiða námskeiðisgjald eða hluta þess.
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða