fbpx

Viðmótsforritun

- Forritun og tölvur

Yfirlit

Námskeiðið fjallar um almennar aðferðir við að forrita notendaviðmót hvort sem það er fyrir vefsíður, smáforrit, tölvuleiki eða hvað sem er. Áhersla verður lögð á að búta niður viðmót í endurnýtanlegar einingar og React, eitt vinsælasta framework-ið í dag þegar kemur að því að setja upp notendaviðmót, skoðað sérstaklega. 

 

Hagnýtar upplýsingar

Fyrir fólk sem vill forrita vefsíður og öpp er þetta góður inngangur að aðferðarfræði varðandi uppbyggingu viðmóta. Einnig mun fólk kynnast React sem er mjög vinsælt framework í dag.

Mikil eftirspurn er eftir React forriturum á íslenskum vinnumarkaði.

Fyrirkomulag fjarnáms

Allt námskeiðið er í fjarnámi og hægt að fara í gegnum það á sínum hraða:

* Upptökur

* Lesefni

* Valkvæð verkefni

 

Nemendur fá aðgang að Discord þar sem hægt er að spyrja út í hvað sem er tengt námskeiðinu.

Inntökuskilyrði

Ákjósanlegt væri ef nemendur hefðu einhvern grunn í forritun en það er alls ekki krafa. Farið verður fljótlega yfir grunnatriðin og einblína á stærri verkefni af því það er langbest að sjá raundæmi til að ná heildarmyndinni.

Dagskrá

13. janúar 2025 fá nemendur aðgang að kennsluvef námskeiðsins (Forritari.is), en námskeiðið hefst fimmtudaginn 16. janúar.

Námskeiðið er 2 vikur og almennt eru þátttakendur að verja c.a. 5-6 klst á viku í námskeiðið. Möguleiki er að taka lengri tíma í námskeiðið og er það gert í samráði við kennara eftir að námskeiðið hefst. 

Námskeiðið er að fullu í fjarnámi og getur hver og einn farið í gegnum það á sínum hraða.

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Kostnaður

Kostnaður er 31.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið og hvetjum við þig til að skoða þinn rétt til endurgreiðslu.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða