-
Tímalengd
12 vikurNámsskeiðs gjald
kr 395.000
Yfirlit
Í námskeiðinu er viðfangsefnið lífshlaup og einkenni „verkefna“, markmið með þeim og aðferðir til að auðvelda vinnu við þau með áherslu á alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun sem er sniðið að þörfum markaðarins, þeir sem vilja auka við þekkingu sína, leikni og hæfni á því sviði. Lögð er áhersla á eftirfarandi greinar innan verkefnastjórnunar
- Inngangur að verkefnastjórnun
- LEAN, straumlínustjórnun
- Alþjóðleg vottun verkefnastjóra, IPMA
Náminu lýkur með því að nemendur undirgangast alþjóðlegt próf í D-vottun í verkefnastjórnun.
Sérstaða námsins felst í námskeiðum sem nýtast þeim sem vilja ná betri árangri við að leiða og stýra hinum ýmsu verkefnum og gera betur í dag en í gær. Nemendur vinna einstaklingsverkefni en vinna jafnframt saman í teymum til að öðlast færni í lausn vandamála, stjórnun og að verkstýra verkefnum. Nemandi öðlast góðan undirbúning fyrir alþjóðlega vottun verkefnastjóra (IPMA).
Námið er hagnýtt og sveigjanlegt nám fyrir alla sem hafa vilja til að efla færni sína í verkefnastjórnun. Við viljum vinna með þér. Námið er byggt upp fyrir fólk í vinnu, þar af leiðandi aðlögum við okkar verkefni að þér og þínum vinnustað. Með því færðu strax innsýn í hvernig hægt er að nýta inntak námsins á þínum vinnustað.
Hagnýtar upplýsingar
Námskeiðið hefst 16. janúar 2025 en skráningarfrestur er til 20. desember 2024.
Fyrirkomulag fjarnáms
100% fjarnám. Eina sem þú þarft er virk nettenging og vilji til að verða betri í verkefnastjórnun sem starfsmaður og stjórnandi. Upptökur af námskeiðinu liggja fyrir fyrir Zoom tímann. Nemendur hitta kennara og samnemendur einu sinni í viku í gegnum netið. Að öðru leyti ræður þú þér alveg sjálf/ur.
Efnisskrá
Hæfniviðmið:
Þekking; í því felst að nemandi þekki
- helstu kenningar, hugtök og aðferðir í verkefna- og straumlínustjórnun
- ferla áætlanagerðar á sviði verkefna- og straumlínustjórnunar
- verkfærakistu í verkefna- og straumlínustjórnun
Leikni; er fólgin í að nemendur geti:
- framkvæmt algengar greiningar
- unnið að ýmsum lausnum tengdum fræðunum
Hæfni; er fólgin í getu nemenda til að:
- leggja mat á algengar aðgerðir í verkefna- og straumlínustjórnun
- framkvæma greiningu innan verkefna- og straumlínustjórnunar
Innifalið í verði:
- GRAY, CLIFFORD F. & LARSON, ERIK W.: Project Management, The Managerial Process (McGraw-Hill, 2020, 8 ed.).
- Verkefnastjórnun með MS Project, 2020, eftir Eðvald Möller
- Aðgangur að Microsoft Project forritinu á meðan á námskeiði stendur
Inntökuskilyrði
Það eru engin inntökuskilyrði. Eina sem þarf er virk nettenging og áhugi á verkefnastjórnun.
Dagskrá
Námskeiðið er frá: 16. janúar – 4. apríl, 2025
Umræðutímar á þriðjudögum, vikulega kl. 20:00-21:00
Kennarar
Kostnaður
Verð námskeiðsins er 395.000 kr, innifalið eru bækur og aðgangur að Microsoft Project forritinu á meðan á námskeiði stendur.
Semja má um greiðslufyrirkomulag áður en námið hefst ef það er ekki greitt í heild sinni. Skipta má greiðslum í tvennt í upphafi misseris án auka kostnaðar. Einnig er hægt að greiða námið með raðgreiðslu Valitors í allt að 36 mánuði.
Óafturkræft staðfestingargjald kr. 75.000,- er innheimt við skráningu nema námsgjaldið sé þegar greitt að fullu.
Ath. að ekki er hægt að fá námsgjald endurgreitt eða fellt niður eftir að gengið hefur verið frá greiðslufyrirkomulagi.
Við hvetjum áhugasama um að skoða rétt á námsstyrk hjá sínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða