fbpx

Undirbúningsnámskeið í stærðfræði

- Aðfaranámskeið

Yfirlit

Undirbúningsnámskeið í stærðfræði fyrir nýja háskólanemendur hefst 20. ágúst 2024.

Hagnýtar upplýsingar

Í námskeiðum viðskipta-, raunvísinda- og kennaradeilda er gert ráð fyrir að nemendur hafi þessa grunnþekkingu. Námskeiðið er ekki síst ætlað nemendum sem hafa útskrifast úr framhaldsskóla með fáar einingar í stærðfræði.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er í fjarkennslu í zoom og efni aðgengilegt á vefnum fyrir þau sem skrá þátttöku og greiða námsgjald.

Efnisskrá

Námslýsing: Fjallað verður um tölur, reikniaðgerðir, +og –, almenn brot, mengi, hnitakerfi, línur, bókstafareikning (algebru), jöfnur, ójöfnur, föll, hornaföll, flatarmál og rúmmál.

Námsmat:  Þar sem hér er um undirbúningsáfanga að ræða sem ekki gefur námseiningar verður ekki um sérstakt námsmat að ræða. Það er hinsvegar mikilvægt fyrir nemendur með lítinn undirbúning í því sem talið er upp í námslýsingu og þá sérstaklega þeir sem ekki eru sleipir í bókstafareikningi og notkun falla að sækja þetta námskeið og nýta tímann vel.

Lesefni: Glósur og dæmi frá kennara sem nemendur fá aðgang að í byrjun námskeiðs. Annað efni sem gott getur verið að líta í eru þær bækur sem kenndar eru í stærðfræði í framhaldsskólum t.d. STÆ 102/103 202/203.

Dagskrá

Námskeiðið er 20. og 21. ágúst nk. Nákvæm tímasetning á zoom fundi verður gefin út þegar nær dregur.

Kennarar

Guðmundur Kristján Óskarsson dósent við viðskiptadeild.

Kostnaður

Krafa verður send í heimabanka sem greiðist fyrir upphaf námskeiðs ef ekki er greitt með kreditkorti við skráningu

Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða