fbpx

Undirbúningsnámskeið í Excel

- Aðfaranámskeið

Yfirlit

Þetta undirbúningsnámskeið í Excel er fyrst og fremst hannað fyrir nýnema í háskóla, þó að einstaklingar með grunnreynslu af því að búa til töflur og framkvæma einfalda útreikninga í Excel gætu einnig aukið færni sína með því að sækja þetta námskeið. Farið er í ýmsar aðgerðir og reikniaðferðir Í Excel sem gagnast getur nemandanum í grunnnámi sínu.

Kennsla fer fram í Microsoft Excel 365 og er gert ráð fyrir að nemendur hafi sett upp forritið og það sé tilbúið til notkunar.

Námskeiðið er opið fyrir aðra nemendur sem stefna á að nýta Excel í háskólanámi.

Fyrirkomulag fjarnáms

Kennsla fer alfarið fram á netinu. Kennslan tekur 5 daga og mun kennari setja inn um 30 mínútur af fyrirlestrum á hverjum degi inn á námsvefinn. Nemendur munu vinna með verkefnapakka sem verður inni á námskeiðsvefnum. Haldinn verður Zoom fundur í lok námskeiðsins þar sem nemendur geta komið með spurningar til kennarans varðandi efni námskeiðsins. Einnig verður hægt að senda kennaranum tölvupóst. Ekkert formlegt námsmat er í námskeiðinu.

 

Efnisskrá

Hæfniviðmið:

Að nemandinn:

  • Öðlist aukna færni í gagnastjórnun með aðstoð Excel.
  • Geti bætt greiningarhæfni sína með aðgerðum í Excel.
  • Geti bætt hæfni sína í sjónrænni framsetningu gagna í Excel.
  • Geti framkvæmt einfalda gagnagreiningu með Excel.
  • Geti hagnýtt sér Excel í fræðilegum tilgangi.
  • Geti tileinkað sér þetta námskeið sem grunn fyrir frekari símenntun í gagnagreiningu.

 

Kennsluefni:

Efni frá kennara, s.s. fyrirlestrar, glærur, verkefni, viðbótarefni o.fl.

 

 

Dagskrá

Námskeiðið verður dagana 19.- 23. ágúst 2024. 

 

Kennarar

Sigurjón Þórsson starfar sem stundakennari við Háskólann á Akureyri. Sigurjón lauk BSc prófi í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík (2015) og er löggiltur tæknifræðingur. Sigurjón er jafnframt að ljúka MSc prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri vorið 2024. Sigurjón kennir ýmsar greinar við viðskipta- og auðlindadeildir Háskólans á Akureyri sem og við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík, s.s. rekstrarstjórnun, hagnýtar aðgerðarannsóknir, stærðfræði og eðlisfræði. Þá hefur hann einnig fengist við ýmislegt, s.s. verið framkvæmdastjóri leigubílastöðvar, unnið við flotastýringu, birgðastýringu o.m.fl. Áhugi Sigurjóns liggur einkum á sviði rekstrarstjórnunar og aðgerðarannsókna, og þá einkum sem snýr að flutningafræði og birgðafræði.

Kostnaður

Krafa verður send í heimabanka sem greiðist fyrir upphaf námskeiðs ef ekki er greitt með kreditkorti við skráningu

Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða