fbpx

Stjórnendur og starfsumhverfi 10 ECTS

- Einingabær námskeið í samstarfi við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Yfirlit

Markmið námskeiðsins er að skoða starfsumhverfi starfsfólksins og öryggi, heilsu og vellíðan á vinnustað. Stjórnendur bera ábyrgð á að skapa heilbrigt stafsumhverfi sem og öryggi og heilsu starfsfólksins. Í þessu námskeiði verður fjallað um nýja þekkingu um árangursríkar leiðir til að skapa heilbrigt starfsumhverfi sem eflir vellíðan starfsfólks og bætir árangur. Einnig verður rýnt í samspil starfsumhverfisins heilsu og líðan starfsfólks á vinnustað. Fjallað verður um lykilhugtöl varðandi heilsu og vellíðan á vinnustað og hvernig starfsumhverfið hefur áhrif á heilsu og vellíðan á vinnustað.

Námskeiðið nýtist öllum en þó sérstaklega þeim sem eru í stjórnendur eða millistjórnendur/deildarstjórar/verkefnastjórar eða sinna mannauðsmálum. Þetta námskeið er á framhaldstigi í viðskiptafræði og því er hægt að fá þetta námskeið metið til 10 ECTS eininga til MS-prófs við viðskiptadeild HA sem sér um faglega stjórnun þess. Athugið að hægt er að sækja um styrk til stéttarfélaga fyrir þessu námskeiði.

Fyrirkomulag fjarnáms

Kennslan fer fram í gegnum kennslukerfið Canvas frá janúar til apríl. Kennsluefni verður sett inn reglulega yfir námstímann (fyrirlestrar, fræðigreinar, viðtöl, myndbönd og annað stuðningsefni). Boðað verður til sex ZOOM funda/kennslustunda með nemendum þar sem efnið verður rætt og unnin verkefni. Hvatt er til virkrar þátttöku í þessum kennslustundum.

Þátttakendur hafa aðgengi að öllu kennsluefni og fyrirlestrum inni á Canvas svæði námskeiðsins og geta nálgast það hvenær sem þeim hentar þar til námskeiði lýkur.

Efnisskrá

Helstu efnisþættir eru:

  • Umfjöllun um kenningar sem tengjast starfsumhverfi og vellíðan á vinnustað
  • Áhrifaþættir sem tengjast starfsumhverfinu og frammistöðu starfsfólks
  • Heilsa og vellíðan á vinnustað
  • Samspil starfsumhverfis, heilsu og líðanar á vinnustað
  • Forvarnir fyrir streitu og kulnun í starfi
  • Nýjustu rannsóknir sem tengjast heilbrigðu starfsumhverfi og vellíðan í starfi

 

Hæfniviðmið:

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

  • Kunna skil á nýjustu rannsóknum og rannsóknaaðferðum á sviðinu og sett niðurstöður þeirra í samhengi
  • Vera meðvitaður um ábyrgð stjórnenda á öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks
  • Vera meðvitaður um tengsl starfsumhverfis, heilsu og vellíðan starfsfólks
  • Kunna skil á heilbrigðu starfsumhverfi og þekkja meginhugtök sem tengjast líðan í starfi
  • Geta tekið þátt í samtali um áhrifaþætti heilbrigðis í starfi og leiðir til að þróa og efla heilbrigt starfsumhverfi
  • Geta nýtt þekkingu til að afla gagna og valið sjálfstætt viðeigandi greiningaraðferðir og tæki.
  • Geti fært rök fyrir niðurstöðum verkefna og miðlað niðurstöðum með viðeigandi hætti í einn eða með öðrum í hóp.

 

Ekki verður stuðst við kennslubók í þessu námskeiði, heldur sett inn fræðigreinar, myndbönd, viðtöl og annað stuðningsefni inn á Canvas síðu námskeiðsins.

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa lokið B.S. eða B.A. gráðu til að fá inngöngu í þetta námskeið. 

Nánari upplýsingar um áfangann má sjá HÉR

Dagskrá

Námskeiðið hefst í aðra vikuna í janúar og endar í apríl. Nánari upplýsingar um námsfyrirkomulag og námsefni verður sett inn á Canvas svæði námskeiðsins. Hægt er að taka þetta námskeið algjörlega í fjarnámi en æskilegt er að taka þátt í ZOOM fundum.

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Kostnaður

Verð námskeiðsins er kr. 130.000. Vert er að nefna að hægt er að sækja um styrk frá stéttarfélagi til að sækja þetta námskeið.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða