fbpx

Skattskil

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Námskeiðið er fjórar vikur og byggist upp á fyrirlestrum, fjarfundum, verkefnum og krossaprófum til æfingar.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja skilja hvernig skattkerfið á Íslandi virkar, vilja læra að gera upp einstaklingsrekstur eða hvern þann sem vill auka þekkingu sína á skattkerfinu.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja stofna sinn eigin rekstur og/eða fyrirtæki, sem og þeim sem eru nú þegar í rekstri en vilja taka virkari þátt í fjármálahluta rekstrarins.

Hagnýtar upplýsingar

4 vikna fjarnámskeið sem inniheldur fyrirlestra, umræðufundi og verkefni. Námskeiðið opnar 6. febrúar og lýkur 6. mars 2025. Fundir með kennara eru á fimmtudögum kl. 20:00, þann 13. febrúar, 20. febrúar, 27. febrúar og 6. mars.

Fyrirkomulag fjarnáms

Kennari setur inn fyrirlestra sem þátttakendur geta hlustað á þegar þeim hentar.

Einu sinni í viku hittumst við á fjarfundi þar sem hægt verður að koma með spurningar, raundæmi og farið verður yfir verkefnið. Krossapróf verða opin á kennslusvæðinu þar sem þátttakendur geta æft sig og dýpkað skilninginn á efninu. Engar einkunnir eru gefnar og þátttakendur geta tekið krossaprófin eins oft og þeir vilja.

Efnisskrá
Inntökuskilyrði

Engin inntökuskilyrði eru. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast betur hvernig rekstur fyrirtækis virkar og þeim sem hafa hug á að stofna fyrirtæki og/eða rekstur.

Dagskrá

Dagskrá

 

Fyrirlestrar

Fjarfundir

Verkefni og krossapróf

Vika 1

 

 

 

 

Inngangur að skattkerfinu

Fjarfundur 1

Skattskyldar tekjur

 

Skattskyldar tekjur

 

Krossapróf 1

 

Tekjuskráning og bókhald

 

 

Vika 2

 

 

 

 

Laun og staðgreiðsla

Fjarfundur 2

Krossapróf 2

 

Frádráttur í atvinnurekstri

 

Frádráttarverkefni

 

Virðisaukaskattur

 

 

Vika 3

 

 

 

 

Fyrningar

Fjarfundur 3

Krossapróf 3

 

Ýmis rekstrarform

 

Barnabótaverkefni

 

Barna- og vaxtabætur

 

 

Vika 4

 

 

 

 

Framtalsskil og álagning

Fjarfundur 4

Krossapróf 4

 

Kærur og frestir

 

Framtalsverkefni

 

 

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Kostnaður

Verð námskeiðsins er 31.000 kr. 

Minnum á að hægt er að sækja um styrki hjá flestum stéttarfélögum.

Upphafsdagur
Upphafsdagur06 Feb 25
TímalengdSímenntun
Verðkr 31.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða