fbpx

Alþjóðlegur sjávarútvegur – 6 ECTS

- ECTS námskeið í samvinnu við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri

Yfirlit

Námskeið á meistara- eða bakkalárstigi við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri – 6 ECTS einingar. Hluti námskeiðsins er kenndur á ensku. Hægt er að fá allt námskeiðið á ensku ef þess er óskað sérstaklega.

Í þessu námskeiði er fjallað um fiskveiðar erlendis. Nemendur fá yfirsýn yfir sögu alþjóðlegs sjávarútvegs, helstu fiskveiðar, helstu afurðir og flæði sjávarafurða á heimsvísu. Í námskeiðinu verður einnig skoðuð þróun í kröfum um vistfræðilega, efnahagslega og samfélagslega sjálfbærni og áhrif þess á markaði fyrir sjávarfang. Helstu viðfangsefni: Söguleg þróun fiskveiða og fiskveiðistjórnun ýmissa þjóða og helstu áskoranir. Rekjanleiki, vöruvottun og upprunavottorð afurða. Framboð sjávarafurða og mannfjöldi. Samkeppnistegundir sjávarafurða og fiskneyslu. Fiskveiðar og sjávardýraeldi eftir heimsálfum og helstu þjóðum. Vinnsla og afurðaflokkar frá fiskveiðum og eldi. Yfirlit yfir stærstu sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækin.

Fyrirkomulag fjarnáms

Hefðbundnir opnir fyrirlestrar í kennslustofu sem einnig eru sýndir beint á Zoom, teknir upp og hægt að streyma eða hlaða niður síðar og eru aðgengilegir öllum nemendum alla önnina.

Efnisskrá

Að námskeiðinu loknu á nemandinn að geta:

  1. Skýrt flæði sjávarafurða á alþjóðavettvangi og tengt það við sögulega þróun mannfjölda og markaða
  2. Nefnt helstu tegundir og hópa sem veiddir eru
  3. Borið saman aðferðir við fiskveiðistjórnun hjá helstu veiðiþjóðum
  4. Fjallað um núverandi og sögulega þróun í aflamagni, afurðum og vinnsluaðferðum á mikilvægustu fiskistofnum í heiminum
  5. Sótt afla og markaðsgögn um sjávarútveg, unnið með þau í töflureikni og skilað sem verkefni
  6. Lýst rekjanleika, vottunum þriðja aðila og umhverfisvottanir
Inntökuskilyrði

Fyrir námskeið á bakkalárstigi: Stúdentspróf eða sambærilegt.

Fyrir námskeið á meistarastigi: BS gráða í náttúru- eða raunvísindum við viðurkennda háskóla. 

Senda skal prófskírteini í tölvupósti á simenntunha@simenntunha.is

 

Kennarar

Umsjónakennari: 
Magnús Víðisson aðjúnkt við Háskólann á Akureyri (HA) kennir hluta námskeiðsins. Hann er með BSc gráðu í sjávarútvegsfræði frá HA og MSc gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum í Tromsö í Noregi.

Aðrir kennarar námskeiðs: 

Hreiðar Þór Valtýsson dósent við Háskólann á Akureyri (HA) er umsjónarkennari námskeiðsins. Hreiðar er með BSc gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í fiskifræði frá Háskólanum í Bresku-Kólumbíu Kanada. Samhliða kennslu var Hreiðar útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Akureyri og síðar forstöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðvar HA. Þar áður var hann sjómaður og starfaði fjölmörg sumur í frystihúsi. Hreiðar er brautarstjóri sjávarútvegsbrautar HA og er umsjónarmaður námskeiða um fiska og lífríki sjávar, auk námskeiðsins alþjóðlegur sjávarútvegur. Áherslur hans í rannsóknum eru staða fiskistofna og áhrif umhverfisins og fiskveiða á þá.

Hörður Sævaldsson lektor við Háskólann á Akureyri (HA) kennir hluta námskeiðsins. Hann er með BSc gráðu í sjávarútvegsfræði frá HA og MSc gráðu í fjármálum og bankastarfsemi frá Háskólanum í Stirling í Skotlandi, auk skipstjórnarmenntunar. Hörður hefur unnið við sjávarútveg frá blautu barnsbeini, þ.á.m. sem skipstjórnarmaður og við markaðssetningu á búnaði til siglinga og fiskileitar. Hann er umsjónarkennari námskeiða um íslenskan sjávarútveg við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Áherslur hans í rannsóknum eru fiskiskipaflotinn, stjórnkerfi fiskveiða, þróun iðnaðar og markaðir sjávarafurða.

Thanh Viet Nguyen lektor við Háskólann á Akureyri (HA) kennir hluta námskeiðsins. Hann er með BSc gráðu í veiðarfæratækni frá háskólanum í Nha Trang í Vietnam, MSc gráðu í fiskveiðistjórnun frá Háskólanum í Tromsö í Noregi og Phd gráðu í fiskihagfræði frá háskólanum í Suður Danmörku.

Kostnaður

Verð: 95.000,- kr. 

 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða