-
Tímalengd
4 vikurNámsskeiðs gjald
kr 49.000
Yfirlit
Námskeiðið veitir innsýn í hinn flókna heim ofbeldis gegn börnum og fjallar um helstu birtingarmyndir þess, afleiðingar og viðeigandi úrræði. Þátttakendur fá fræðslu um tölulegar staðreyndir, skilgreiningar og flokkun ofbeldis, ásamt því að kynnast einkennum og merkjum sem geta bent til þess að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu. Sérstök áhersla er lögð á að efla færni í að hlusta, ræða við börn um erfiða hluti og bregðast við á faglegan hátt.
Hagnýtar upplýsingar
Námskeiðið hentar fagfólki sem vinnur með börnum, s.s. í leik- og grunnskólum, félagsþjónustu, heilbrigðiskerfi, íþróttastarfi og tómstundastarfi, auk annarra sem vilja auka þekkingu sína á þessu mikilvæga málefni.
Fyrirkomulag fjarnáms
Námskeiðið fer alfarið fram í fjarkennslu í gegnum Zoom. Engar upptökur verða af námskeiðinu.
Efnisskrá
Yfirlit yfir það sem kennt er
· Staða mála og tölulegar staðreyndir.
· Flokkun og birtingarmyndir – vanræksla, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi og áhættuhegðun barna.
· Einkenni og afleiðingar – áhrif ofbeldis á hegðun, þroska, nám og framtíðarheilsu barna.
· Að tala og hlusta – aðferðir til að ræða við börn um erfiða hluti og skapa traust í samkiptum.
· Barnavernd og úrræði – tilkynningarskylda og lög.
· Hagnýt verkfæri fyrir fagfólk – greining einkenna, skráning og rétt viðbrögð í starfi.
Eftir námskeiðið ættu nemendur að:
· Þekkja helstu birtingarmyndir, einkenni og afleiðingar ofbeldis og vanrækslu.
· Vita hvernig á að hlusta á og ræða við börn um erfiða hluti.
· Koma auga á afleiðingar ofbeldis til skemmri og lengri tíma.
· Vera meðvitaðir um barnavernd og tilkynningarskyldu.
· Hafa verkfæri til að geta brugðist rétt við og stuðlað að öruggu umhverfi fyrir börn.
Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum og umræðum þátttakenda.
Dagskrá
Námskeiðið opnar 3. nóvember og er efnið opið á kennsluvef námskeiðsins til 30. nóvember. Fjarfundir fara fram á zoom fimmtudagana 6., 13., 20. og 27. nóvember kl. 15:00-17:00.
Kennarar
Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.
Kostnaður
Verð námskeiðsins er kr. 49.000.
Athugaðu rétt þinn á endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi eða vinnustað.
Umsagnir um námskeið
S· Svör þátttakenda þegar spurð út í ávinning með námskeiðinu.
“Finnst það allt áhugavert og skemmtilegar umræður.”
· “Að þekkja betur einkenni ofbeldis og geta nýtt mér það í starfi.”
· “Opnað augun og styrkt mig.”
· “Skyldur mínar, hlutverk og leiðir.”
· “Fannst það til fyrirmyndar. Þetta hefur opnað augu mín fyrir þessum málum enn þá betur og gerir mig án efa betri kennara.”
· “Mjög gott námskeið – fyrirlestrar áhugaverðir og kennari kemur með dæmi og umræður sem eru áhugaverðar. Ég var í Zoom – það gekk mjög vel – ég heyrði vel í bæði fyrirlesara og umræðum sem fram fóru – sá ekki allt á glærunum en það var í góðu lagi – fyrirlesari ætlar að senda þær á þátttakendur. – mjög gott og þarft námskeið sem á eftir að nýtast mér í starfi – takk fyrir mig.”
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða