fbpx

Nýlegar breytingar á regluverki fjármálamarkaðarins

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu lög og reglur á fjármálamarkaði með sérstakri áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á regluverkinu á síðustu árum með innleiðingu á MiFID2 tilskipuninni og MiFIR og MAR reglugerðunum.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa verðbréfaréttindi og þurfa að sækja endurmenntun vegna þeirra.

Efnisskrá

Að loknu námskeiðinu eiga nemendur að þekkja helstu breytingar sem orðið hafa á regluverki fjármálamarkaðarins á síðustu árum.

Dagskrá

Námskeiðið fer fram á netinu þann 19. október frá kl. 16:30-18:30

Kennarar

Umsjónarmaður námskeiðsins verður Einar Ingimundarson sem starfar sem innanhússlögmaður hjá Stapa lífeyrissjóði á Akureyri. Einar er einnig með BS-gráðu í hagfræði og hefur starfað á fjármálamarkaði með stuttum hléum allt frá árinu 2000 og þekkir regluverk fjármálamarkaðarins vel og hvernig það hefur þróast á síðustu árum og áratugum.

Helstu áhugamál Einars utan vinnu tengjast útivist og hreyfingu, t.d. skíði, hjólreiðar, fjallahlaup að ógleymdu golfi.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða