fbpx

Norðurljós og stjörnuskoðun

- Leiðsögunám

Yfirlit

Á stjörnuhimninum eru ótal undur sem gaman er að skoða með berum augum eða sjónaukum. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á norðurljós, geimveður, norðurljósaspár, stjörnuhiminninn, stjörnumerki og áhugaverð fyrirbæri sem sýna má fólki á meðan beðið er eftir norðurljósum. Námskeiðið hentar því öllu áhugafólki um næturhiminninn og náttúruna en einkum og sér í lagi leiðsögufólki.

Hagnýtar upplýsingar

Námskeiðið er fyrir öll sem hafa áhuga á nóttinni, norðurljósum, stjörnufræði og stjörnuskoðun og vilja auka þekkingu sína á viðfangsefnunum. Það hentar sérstaklega vel leiðsögufólki og kennurum.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er staðarnám og verður kennt við Háskólann á Akureyri mánudaginn 11. mars 2024 kl. 16:30-18:30.

Námskeiðið verður í stofu M101, gengið inn um aðalinngang háskólans. 

Efnisskrá

Nemendur fá enn betri sýn á undur næturhiminsins í gegnum lifandi fyrirlestur þar sem ýtt er undir virka þátttöku. Þau verða betur í stakk búin til þess að rýna í norðurljósaspár, geimveðurupplýsingar og kynnast fyrirbærum sem gaman er að skoða með berum augum eða sjónaukum á meðan beðið er norðurljósa.

Stuðst verður við efnistök bókarinnar Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna (Forlagið, 2016), Stjörnufræðivefinn og nýja vefsíðu, Icelandatnight.is

Inntökuskilyrði

Engin inntökuskilyrði, aðeins áhugi og engin aldurstakmörk.

Dagskrá

Námskeiðið er kennt mánudaginn 11. mars kl. 16:30-18:30 í Háskólanum á Akureyri.

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Kostnaður

Námskeiðið kostar 12.000 kr. 

Athugaði rétt þinn á endurgreiðslu námsgjalda hjá þínu stéttarfélagi.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða